| Sf. Gutt
Jürgen Klopp sagði eftir leik Liverpool og Villarreal á Spáni að hann elskaði svona Evrópukvöld. Hann sagði það magnað afrek hjá strákunum sínum að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Jürgen mun leiða Liverpool til leiks í þriðja sinn í úrslitaleik keppninnar.
,,Framúrskarandi. Magnað. Ef satt skal segja þá er þetta eins þetta væri að takast í fyrsta sinn. Þetta er alltaf svo mögnuð tilfinning. Mér finnst þetta besta keppni félagsliða í heiminum. Ég elska þetta, hávaðinn, allt og eiginlega elska ég bara svona kvöld."
,,Villarreal á mikið hrós skilið. Þetta er frábær leikvangur og fólkið hérna er að vinna magnað starf. Eins er starf Unai stórkostlegt. Leikmennirnir settu okkur undir ótrúlega pressu. Þetta er allt frábært. Þetta var líka allt svo frábært af því þetta var svo erfitt fyrir okkur. En þegar upp var staðið verðskulduðum við það sem við uppskárum. Það var líka mjög flott!"
Jürgen Klopp segir strákana sína hafa unnið magnað afrek. Það er ekkert áhlaupaverk að vinna útileik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Strákarnir gerðu þetta!
,,Þetta var algjörlega magnað hjá strákunum. Fyrir leikinn sagði ég strákunum að ég vildi sjá fyrirsagnir þess efnis, eftir leik, að skapstyrks skrýmslin hefðu verið í bænum. Ég vildi frá fyrstu stundu að við myndum sækja til sigurs en ekki verja stöðuna."
Jürgen er fyrsti framkvæmdastjóri ensks liðs sem kemst með lið sitt í úrslit Meistaradeildar, FA bikarsins og Deildarbikarsins á sama keppnistímabilinu.
,,Hvað getur maður sagt? Eina leiðin til að vinna úrslitaleik er að komast í úrslitaleikinn. Við erum búnir að ná þessu með því að spila hvern einasta leik sem við höfum átt kost á að spila. Við spilum allar keppnir til enda og þremur af keppnunum er enn ekki lokið. Það tókst að komast svona langt og þegar að úrslitaleikjunum kemur munum við vera tilbúnir í slaginn. Við þurfum að spila við geysilega sterk lið í úrslitaleikjunum og við sjáum hvað úr verður. Við gerum okkar besta. En ég hefði getað sagt ykkur að þetta væri erfitt þó svo að ég hefði ekki vitað að þetta hefði aldrei verið afrekað áður."
Einn bikar er kominn í bikarageymsluna á Anfield. En vonandi enda fleiri í geymslunni góðu Deildarbikaranum til samlætis þegar keppnistímabilinu lýkur!
TIL BAKA
Elska svona kvöld!
Jürgen Klopp sagði eftir leik Liverpool og Villarreal á Spáni að hann elskaði svona Evrópukvöld. Hann sagði það magnað afrek hjá strákunum sínum að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Jürgen mun leiða Liverpool til leiks í þriðja sinn í úrslitaleik keppninnar.
,,Framúrskarandi. Magnað. Ef satt skal segja þá er þetta eins þetta væri að takast í fyrsta sinn. Þetta er alltaf svo mögnuð tilfinning. Mér finnst þetta besta keppni félagsliða í heiminum. Ég elska þetta, hávaðinn, allt og eiginlega elska ég bara svona kvöld."
,,Villarreal á mikið hrós skilið. Þetta er frábær leikvangur og fólkið hérna er að vinna magnað starf. Eins er starf Unai stórkostlegt. Leikmennirnir settu okkur undir ótrúlega pressu. Þetta er allt frábært. Þetta var líka allt svo frábært af því þetta var svo erfitt fyrir okkur. En þegar upp var staðið verðskulduðum við það sem við uppskárum. Það var líka mjög flott!"
Jürgen Klopp segir strákana sína hafa unnið magnað afrek. Það er ekkert áhlaupaverk að vinna útileik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Strákarnir gerðu þetta!
,,Þetta var algjörlega magnað hjá strákunum. Fyrir leikinn sagði ég strákunum að ég vildi sjá fyrirsagnir þess efnis, eftir leik, að skapstyrks skrýmslin hefðu verið í bænum. Ég vildi frá fyrstu stundu að við myndum sækja til sigurs en ekki verja stöðuna."
Jürgen er fyrsti framkvæmdastjóri ensks liðs sem kemst með lið sitt í úrslit Meistaradeildar, FA bikarsins og Deildarbikarsins á sama keppnistímabilinu.
,,Hvað getur maður sagt? Eina leiðin til að vinna úrslitaleik er að komast í úrslitaleikinn. Við erum búnir að ná þessu með því að spila hvern einasta leik sem við höfum átt kost á að spila. Við spilum allar keppnir til enda og þremur af keppnunum er enn ekki lokið. Það tókst að komast svona langt og þegar að úrslitaleikjunum kemur munum við vera tilbúnir í slaginn. Við þurfum að spila við geysilega sterk lið í úrslitaleikjunum og við sjáum hvað úr verður. Við gerum okkar besta. En ég hefði getað sagt ykkur að þetta væri erfitt þó svo að ég hefði ekki vitað að þetta hefði aldrei verið afrekað áður."
Einn bikar er kominn í bikarageymsluna á Anfield. En vonandi enda fleiri í geymslunni góðu Deildarbikaranum til samlætis þegar keppnistímabilinu lýkur!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan