| Sf. Gutt
Þá er loksins komið að leiknum sem búið að er tala um frá því í janúar. Þá var Manchester City með gott forskot á Liverpool og sumir töldu að meistararnir væru svo til með titilvörn í höfn. Á móti var bent á að Liverpool ætti tvo leiki til góða og svo ættu liðin eftir að mætast fyrri partinn í apríl. Nú er komið að þeim leik!
Staðan er sem sagt svoleiðis núna loksins þegar komið er að leiknum að Englandsmeistarar Manchester City eru efstir einu stigi á undan Deildarbikarmeisturum Liverpool. Liðin hafa nú leikið jafn marga leiki. Markatala Liverpool er aðeins betri. Átta leikir eru eftir í deildinni.
Leikurinn er vissulega gríðarlega mikilvægur. Það segir sér sjálft. Samt verður leikurinn ekki neinn úrslitaleikur í þeirri merkingu sem orðið úrslitaleikur hefur. Ef annað liðið vinnur á morgun verður liðið ekki Englandsmeistari eins og mætti skilja á mörgum sem segja leikinn hreinan úrslitaleik. Eftir hann eiga liðin sjö leiki eftir og það getur margt gerst í þeim leikjum.
Ef Manchester City vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot og það yrði vissulega erfitt að vinna það forskot upp. Jafntefli þýðir að City verður áfram með frumkvæðið sem þeir hafa núna. Staðan sem sagt óbreytt. Nái Liverpool sigri kemst liðið í efsta sæti og nær frumkvæðinu í baráttunni um titilinn.
Oft er talað um lið hafi þetta eða hitt í sínum höndum. Bæði Liverpool og Manchester City hafa Englandsmeistarartitilinn í höndum sínum. Það er að segja með því að vinna þá leiki sem liðin eiga eftir. Svo má ekki gleyma því að liðin mætast í í undanúrslitum FA bikarsins um næstu helgi og þá eru þau bæði ennþá með í Meistaradeildinni. Bæði geta því unnið þrjá titla það sem eftir er leiktíðar og Liverpool þar með fjóra. Ferna hefur ekki áður unnist af ensku liði! Tækifærið er sannarlega fyrir hendi!
Bæði liði eru með svo til alla sína bestu leikmenn til taks. Allt er tilbúið fyrir stórleikinn sem beðið hefur verið eftir frá því í janúar. Liverpool hefur ekki unnið í deildinni á Ethiad leikvanginum frá því á leiktíðinni 2015/16. Það er komið að sigri Liverpool þar. Liverpool vinnur 1:2. Luis Díaz og Mohamed Salah skora. Það er ennþá möguleiki að vinna Fernuna!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Manchester City v Liverpool
Þá er loksins komið að leiknum sem búið að er tala um frá því í janúar. Þá var Manchester City með gott forskot á Liverpool og sumir töldu að meistararnir væru svo til með titilvörn í höfn. Á móti var bent á að Liverpool ætti tvo leiki til góða og svo ættu liðin eftir að mætast fyrri partinn í apríl. Nú er komið að þeim leik!
Staðan er sem sagt svoleiðis núna loksins þegar komið er að leiknum að Englandsmeistarar Manchester City eru efstir einu stigi á undan Deildarbikarmeisturum Liverpool. Liðin hafa nú leikið jafn marga leiki. Markatala Liverpool er aðeins betri. Átta leikir eru eftir í deildinni.
Leikurinn er vissulega gríðarlega mikilvægur. Það segir sér sjálft. Samt verður leikurinn ekki neinn úrslitaleikur í þeirri merkingu sem orðið úrslitaleikur hefur. Ef annað liðið vinnur á morgun verður liðið ekki Englandsmeistari eins og mætti skilja á mörgum sem segja leikinn hreinan úrslitaleik. Eftir hann eiga liðin sjö leiki eftir og það getur margt gerst í þeim leikjum.
Ef Manchester City vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot og það yrði vissulega erfitt að vinna það forskot upp. Jafntefli þýðir að City verður áfram með frumkvæðið sem þeir hafa núna. Staðan sem sagt óbreytt. Nái Liverpool sigri kemst liðið í efsta sæti og nær frumkvæðinu í baráttunni um titilinn.
Oft er talað um lið hafi þetta eða hitt í sínum höndum. Bæði Liverpool og Manchester City hafa Englandsmeistarartitilinn í höndum sínum. Það er að segja með því að vinna þá leiki sem liðin eiga eftir. Svo má ekki gleyma því að liðin mætast í í undanúrslitum FA bikarsins um næstu helgi og þá eru þau bæði ennþá með í Meistaradeildinni. Bæði geta því unnið þrjá titla það sem eftir er leiktíðar og Liverpool þar með fjóra. Ferna hefur ekki áður unnist af ensku liði! Tækifærið er sannarlega fyrir hendi!
Bæði liði eru með svo til alla sína bestu leikmenn til taks. Allt er tilbúið fyrir stórleikinn sem beðið hefur verið eftir frá því í janúar. Liverpool hefur ekki unnið í deildinni á Ethiad leikvanginum frá því á leiktíðinni 2015/16. Það er komið að sigri Liverpool þar. Liverpool vinnur 1:2. Luis Díaz og Mohamed Salah skora. Það er ennþá möguleiki að vinna Fernuna!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan