| Sf. Gutt

Þetta var ferðalag alls liðsins


Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði á Wembley í gærkvöldi að níundi Deildarbikarsigur Liverpool hafi verið sigur alls liðshópsins. Allir leikmennirnir sem tóku þátt í vegferðinni áttu að álti Jürgen sinn hlut í sigrinum. 

,,Það hefði verið fullkomið ef við hefðum getað haft fleiri leikmenn á leikskýrslunni. Ég varð að taka nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir í dag. Ég hefði viljað getað haft alla strákana á leikskýrslu og ég sagði þeim það á fundi í dag með öllum liðshópnum. Líka þeim sem komust ekki í liðhópinn fyrir leikinn. Ég sagði að þetta væri liðshópurinn minn. Nú verð að ég að tala varlega og reyna að muna eftir öllum. Tyler Morton sem var ekki með okkur á hótelinu því hann er lítillega meiddur. Conor Bradley, Owen Beck, Harvey úr U-18 ára liðinu, Elijah spilaði líka nokkrar mínútur og svo bjargaði Adrian okkur í Preston. Allt þetta ferðalag okkar var alveg frábært."

,,Adrian stóð í veginum í Preston og svo skoruðum við tvisvar. Án Takumi og Divock og markanna sem þeir skoruðu í keppninni værum við ekki hérna. Svo lentum við 3:1 undir á móti Leicester og ég hugsa að flestir hafi afskrifað okkur þá. En við komum til baka. Dásamleg saga. Svo komumst við í vítaspyrnukeppni og unnum hana. Næst þurfti að breyta útileik yfir í heimaleik á móti Arsenal. Heimaleikinn fór 0:0 og við manni fleiri. Enginn var mjög jákvæður fyrir seinni leikinn en við fórum þangað og unnum góðan sigur."

,,Núna í kvöld mættum við svo Chelsea. Þetta var eins og barátta tveggja ljóna. Hvorugt ætlaði að gefa sig og þetta var algjör bilun. Þeir byrjuðu betur en svo náðum við undirtökunum og vorum betri aðilinn. Chelsea átti tvær mjög góðar sóknir í byrjun síðari hálfleiks en svo náðum við áttum. Allir á vellinum voru orðnir þreyttir undir lokin en það þurfti að klára verkið. Næst var það vítaspyrnukeppnin. Hún er ein sú magnaðasta sem ég hef séð. Það var alveg frábært að vinna á þennan hátt. Við kölluðum bikarinn bikar fólksins. En allt ferðalagið var vegferð sem allur liðshópurinn tók þátt í og það var það allra skemmtilegasta í þessu öllu!"


Alls tóku 33 leikmenn Liverpool þátt í Deildarbikarvegferðinni. Hver og einn lagði sitt af mörkum. Þetta er sú liðsheild sem Jürgen Klopp og samverkamenn hans eru búnir að skapa á valdatíð sinni hjá Liverpool. Liðið ofar öllu!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan