| Sf. Gutt

Tilbúnir til að berjast!

Jürgen Klopp og Steven Gerrard eru tilbúnir í baráttuna á morgun þegar Liverpool og Aston Villa mætast á Anfield Road. Mikil spenna er í loftinu fyrir endukomu Steven en hann kemur í fyrsta sinn til Liverpool sem andstæðingur. Hér er brot af því sem sagt var á blaðamannafundum þeirra í dag. 


Jürgen Klopp: ,,Hann er að koma hingað með það í huga að vinna knattspyrnuleik. Fyrst takst allir vinalega í hendur og eins eftir leikinn. En þess á milli munum við spila á fullum krafti og það gerir hann líka. Ég man þegar ég kom til Mainz með Dortmund og við skoruðum. Ég gleymdi alveg þeirri sögu sem ég átti hjá Mainz og fagnaði eins og einhver djöfulsins brjálæðingur. Hann má alveg gera það líka en ég vona bara að hann fái ekkert tækifæri til að fagna!"


Steven Gerrard: ,,Allir sem verða á vellinum þekkja mig nógu vel til að vita hvernig ég er og til hvers ég kem á Anfield. Ég er að koma aftur til til félags sem ég var hjá í mörg ár. Ég brosi yfir því að koma til baka og það eru aðllega tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi þá er ég í góðu sambandi við fullt af fólki sem tengist félaginu. Tími minn hjá félaginu var dásamlegur og sú vegferð sem ég átti þar var virkilega góð. Ég er strákur úr borginni. Þetta er liðið sem ég hélt með þegar ég var að alast upp og ég mun alltaf halda með liðinu. En í annan stað brosi ég vegna þess að ég hef nú tækifæri til að fara þangað og keppa við gott lið og góðan framkvæmdastjóra með það að markmiði að vinna sigur í leiknum. Öll mín einbeiting snýr að því og engu öðru."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan