| Grétar Magnússon

Leikmaður mánaðarins með fallegasta markið

Mohamed Salah var kosinn leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni, útnefningin ætti ekki að koma neinum á óvart. Þá skoraði hann einnig mark mánaðarins.


Salah skoraði fimm mörk í mánuðinum í fjórum leikjum. Fyrsta markið var á Anfield gegn Manchester City og þarfnast varla upprifjunar við enda var það stórglæsilegt í alla staði. Hann endurtók svo leikinn eftir landsleikjahlé gegn Watford á útivelli þar sem hann skoraði annað eins glæsimark. Markið gegn Manchester City var svo auðvitað valið besta mark mánaðarins í úrvalsdeildinni. 

Helgina eftir leikinn við Watford varð Salah svo fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu sem mótherji Manchester United á Old Trafford í 0-5 sigri okkar manna.

Með Salah í valinu sem leikmaður mánaðarins voru Ben Chilwell, Maxwell Cornet, Phil Foden, Valentino Livramento, Aaron Ramsdale, Declan Rice og Youri Tielemans. Þetta er í fjórða sinn sem Egyptinn vinnur þessi verðlaun. Sergio Aguero hefur oftast unnið þessi verðalun eða sjö sinnum. 

Sem fyrr segir skoraði Salah fimm mörk í mánuðinum. Að auki  lagði hann upp fjögur. Hann kom því að níu mörkum. Síðasti maður til að koma að fleiri mörkum í einum mánuði var hann sjálfur. Það gerði Egyptinn í desember 2018 en þá kom hann að tíu mörkum!

Mohamed Salah vann þrenn verðlaun í október því hann varð fyrir valinu sem leikmaður mánaðarins í vali sem Samtök atvinnuknattspyrnumanna stendur fyrir. Þetta er annan mánuðinn í röð sem hann vinnur þau verðlaun og í níunda skipti alls. 






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan