| Sf. Gutt

Tveir í sama félag

Tveir af þeim leikmönnum Liverpool sem fóru frá félaginu í sumar fengu samning hjá sama félaginu. Það verður að teljast skemmtileg tilviljun. Um er að ræða þá Liam Coyle og Joe Hardy en þeir fengu báðir samning við Accrington Stanley sem leikur í þriðju efstu deild. 

Joe Hardy

Joe Hardy fæddist á Merseybökkum 26. september 1998. Hann byrjaði að æfa með Tranmere Rovers og var seinna í ungliðaliði Manchester City. Hann fór svo til Brentford 2017 en var um tíma í láni hjá Stoke City. Hann kom til Liverpool frá Brentford í janúar 2020 en þar hafði hann skorað mikið fyrir yngri lið félagsins. Joe spilaði einn leik með aðalliði Liverpool en hann kom inn á sem varamaður í FA bikarnum þegar Liverpool vann Shrewsbury Town 1:0 á Anfield í febrúar 2020. Hann lék aðallega með undir 23. ára liði Liverpool. Hann átti af og til í meiðslavandræðum og fékk frjálsa sölu frá Liverpool í sumar. Óhppnin elti hann á undirbúningstímabilinu en þá meiddist hann og hann hefur ekki ennþá leikið fyrir Accrington Stanley.

Liam Coyle fæddist í Liverpool 1999. Hann byrjaði tíu ára að æfa með Liverpool. Hann þótti með efnilegri miðjumönnum félagsins og var gjarnan fyrirliði. Hann hefur verið valinn í yngri landslið Norður Írlands. Liam spilaði aldrei með aðalliði Liverpool. Hann eins og Joe fékk frjálsa sölu frá Liverpool í sumar. 

Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Joe og Liam fyrir þeirra framlag til Liverpool og óskar þeim góðs gengis.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan