| Sf. Gutt

Loksins landsliðsmaður frá Norður Írlandi!


Söguleg stund! Um leið og flautað var til Deildarbikarleiks Liverpool við Norwich City í haust varð Conor Bradley fyrsti Norður Írinn til að spila með Liverpool frá árinu 1954. Conor lék sinn fyrsta landsleik fyrir Norður Írland í maí og varð þar með fullgildur landsliðsmaður. En það var ekki fyrr en hann spilaði opinberan leik með Liverpool að hann varð landsliðsmaður félagsins. Til þess þurfti hann að spila með aðalliði Liverpool. 

Sammy Smyth

Conor varð þar með fyrsti landsliðsmaður Liverpool frá Norður Írlandi frá árinu 1954. Sammy Smyth var síðastur leikmanna Liverpool til að leika með landsliði Norður Írlands. Sammy var hjá Liverpool frá 1952 til 1954. Hann lék 44 leiki með Liverpol og skoraði 20 mörk. Sammy, sem var framherji, spilaði níu landsleiki og skoraði fimm mörk.

Conor fæddist 9. júlí 2003 í Tyrone á Norður Írlandi. Hann kom til Liverpool haustið 2019 frá Dungannon United. Hann hefur alltaf haldið með Liverpool og því varð það honum mikil gleði að komast að hjá Liverpool. Hann spilar venjulega stöðu hægri bakvarðar. 


Þess má geta að Conor Bradley er fjórði yngsti landsliðsmaður í sögu Norður Írlands. Hér að neðan eru fimm yngstu landsliðmenn Norður Íra. 

1. Norman Whiteside, Manchester United - 17 ára, eins mánaðar og tíu daga gamall. 17. júní 1982. Júgóslavía:Norður Írland. 0:0.

2. Sammy McIlroy, Manchester United - 17 ára, sex mánuða og 14 daga gamall. 16. ferúar 1972. Norður Írland:Spánn. 1:1.

3. Johnny Gorman, Wolverhampton Wanderes - 17 ára og sjö mánaða gamall. 26. maí 2010. Tyrkland:Norður Írland. 2:0.

4. Conor Bradley, Liverpool - 17 ára, tíu mánaða og 21 daga gamall. 30. maí 2021. Malta:Norður Írland. 0:3. 

5. George Best, Manchester United - 17 ára, tíu mánaða og 24 daga gamall. 15. apríl 1964. Wales:Norður Írland. 2:3.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan