| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Brasilíumennirnir mega spila
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að afturkalla bannið sem sett var á þá leikmenn Brasilíu sem fóru ekki í síðasta landsliðsverkefni.

Málavexti ættu flestir að þekkja en allt leit út fyrir að okkar menn gætu ekki notað Fabinho og Alisson í leik helgarinnar gegn Leeds. Bannið náði auðvitað einnig til Roberto Firmino en hann hefði hvort sem er ekki getað spilað vegna meiðsla.
Það er stutt í næsta landsleikjahlé í október og margir velta fyrir sér hvort að sama verði uppá teningnum þá. En samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur gott samtal átt sér stað við yfirvöld í Bretlandi um að tækla þetta mál betur í næsta mánuði. Vonandi geta leikmenn þá farið í sín landsliðsverkefni og fengið einhverskonar undanþágu frá því að fara í 10 daga einangrun á hóteli með tilheyrandi veseni sem fylgir því að geta ekki æft. Við sjáum til hvað gerist en allavega munu þeir Fabinho og Alisson vera með gegn Leeds á morgun, sunnudag.

Málavexti ættu flestir að þekkja en allt leit út fyrir að okkar menn gætu ekki notað Fabinho og Alisson í leik helgarinnar gegn Leeds. Bannið náði auðvitað einnig til Roberto Firmino en hann hefði hvort sem er ekki getað spilað vegna meiðsla.
Það er stutt í næsta landsleikjahlé í október og margir velta fyrir sér hvort að sama verði uppá teningnum þá. En samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur gott samtal átt sér stað við yfirvöld í Bretlandi um að tækla þetta mál betur í næsta mánuði. Vonandi geta leikmenn þá farið í sín landsliðsverkefni og fengið einhverskonar undanþágu frá því að fara í 10 daga einangrun á hóteli með tilheyrandi veseni sem fylgir því að geta ekki æft. Við sjáum til hvað gerist en allavega munu þeir Fabinho og Alisson vera með gegn Leeds á morgun, sunnudag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan