| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Landsleikjahrotan heldur áfram. Fyrirliði skoska landsliðsins náði merkum áfanga í gær. Andrew Robertson lék sinn 50. landsleik í gær þegar Skotar unnu Moldavíu 1:0.

Diogo Jota kom inn á sem varamaður þegar Portúgal vann Katar 3:1 í vináttuleik. 

Holland vann Svartfellinga 4:0. Virgil van Dijk var varamaður og hvíldi allan leikinn. Georginio Wijnaldum, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði eitt af mörkunum. 

Í dag gerði Grikkland 1:1 jafntefli við Kósóvó. Kostas Tsimikas var í liði Grikkja. 


England vann Andorra 4:0 á Wembley. Trent Alexander-Arnold og Jordan Henderson spiluðu leikinn. Jordan var fyrirliði. 

Mohamed Salah var fyrirliði Egypta þegar liðið mætti Gabon. Leiknum lauk 1:1.

Ungliðinn  Conor Bradley lék sinn annan landsleik þegar Norður Írar unnu Eista 1:0.

Ben Woodburn var varamaður þegar Wales vann Hvítrússa 2:3 á útivelli. Gareth Bale skoraði öll mörk Wales. 


Þess má til gamans geta að Ítalir settu í kvöld landsleikjamet með því að spila sinn 36. landsleik án taps. Þessi magnaða hrina án taps hófst árið 2018 þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Úkraínu. Í kvöld var nýtt met staðfest eftir að Evrópumeistararnir gerðu 0:0 jafntefli við Sviss. Spánn og Brasilíu deildu gamla metinu. Spánverjar voru taplausir frá 2007 til 2009 en Brasilíumenn frá 1993 til 1996.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan