| Sf. Gutt
Landsleikjahrotan heldur áfram. Fyrirliði skoska landsliðsins náði merkum áfanga í gær. Andrew Robertson lék sinn 50. landsleik í gær þegar Skotar unnu Moldavíu 1:0.
Diogo Jota kom inn á sem varamaður þegar Portúgal vann Katar 3:1 í vináttuleik.
Holland vann Svartfellinga 4:0. Virgil van Dijk var varamaður og hvíldi allan leikinn. Georginio Wijnaldum, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði eitt af mörkunum.
Í dag gerði Grikkland 1:1 jafntefli við Kósóvó. Kostas Tsimikas var í liði Grikkja.
England vann Andorra 4:0 á Wembley. Trent Alexander-Arnold og Jordan Henderson spiluðu leikinn. Jordan var fyrirliði.
Mohamed Salah var fyrirliði Egypta þegar liðið mætti Gabon. Leiknum lauk 1:1.
Ungliðinn Conor Bradley lék sinn annan landsleik þegar Norður Írar unnu Eista 1:0.
Ben Woodburn var varamaður þegar Wales vann Hvítrússa 2:3 á útivelli. Gareth Bale skoraði öll mörk Wales.
Þess má til gamans geta að Ítalir settu í kvöld landsleikjamet með því að spila sinn 36. landsleik án taps. Þessi magnaða hrina án taps hófst árið 2018 þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Úkraínu. Í kvöld var nýtt met staðfest eftir að Evrópumeistararnir gerðu 0:0 jafntefli við Sviss. Spánn og Brasilíu deildu gamla metinu. Spánverjar voru taplausir frá 2007 til 2009 en Brasilíumenn frá 1993 til 1996.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Landsleikjahrotan heldur áfram. Fyrirliði skoska landsliðsins náði merkum áfanga í gær. Andrew Robertson lék sinn 50. landsleik í gær þegar Skotar unnu Moldavíu 1:0.
Diogo Jota kom inn á sem varamaður þegar Portúgal vann Katar 3:1 í vináttuleik.
Holland vann Svartfellinga 4:0. Virgil van Dijk var varamaður og hvíldi allan leikinn. Georginio Wijnaldum, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði eitt af mörkunum.
Í dag gerði Grikkland 1:1 jafntefli við Kósóvó. Kostas Tsimikas var í liði Grikkja.

England vann Andorra 4:0 á Wembley. Trent Alexander-Arnold og Jordan Henderson spiluðu leikinn. Jordan var fyrirliði.
Mohamed Salah var fyrirliði Egypta þegar liðið mætti Gabon. Leiknum lauk 1:1.
Ungliðinn Conor Bradley lék sinn annan landsleik þegar Norður Írar unnu Eista 1:0.
Ben Woodburn var varamaður þegar Wales vann Hvítrússa 2:3 á útivelli. Gareth Bale skoraði öll mörk Wales.

Þess má til gamans geta að Ítalir settu í kvöld landsleikjamet með því að spila sinn 36. landsleik án taps. Þessi magnaða hrina án taps hófst árið 2018 þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Úkraínu. Í kvöld var nýtt met staðfest eftir að Evrópumeistararnir gerðu 0:0 jafntefli við Sviss. Spánn og Brasilíu deildu gamla metinu. Spánverjar voru taplausir frá 2007 til 2009 en Brasilíumenn frá 1993 til 1996.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan