| Grétar Magnússon
Sex leikmenn Liverpool léku með landsliðum sínum í gær, miðvikudag.
Sadio Mané og félagar hans í Senegal unnu 2-0 sigur á Tógó þar sem Mané skoraði fyrsta mark leiksins. Naby Keita lék með Gíneu sem gerðu 1-1 jafntefli við Gíneu-Bissá. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM hjá landsliðum í Afríku.
Evrópu megin í undankeppni HM mættust Portúgal og Írland á heimavelli fyrrnefnda liðsins og unnu 2-1 sigur þar sem Diogo Jota spilaði allan leikinn. Mörk heimamanna komu á lokamínútum leiksins eftir að Írar höfðu komist yfir. Caoimhin Kelleher sat á varamannabekk gestanna allann tímann.
Hollendingar mættu Norðmönnum í Osló þar sem Virgil van Dijk sneri aftur á völlinn með landsliði sínu sem fyrirliði. Lokatölur voru 1-1 og komst van Dijk reyndar ekki óskaddaður frá leiknum en sem betur fer eru meiðslin á fingri og ættu nú ekki að halda honum frá keppni.
Andy Robertson leiddi sína menn í Skotlandi til leiks gegn Dönum á útivelli þar sem heimamenn sigruðu 2-0. Loks ber svo að nefna að Kostas Tsimikas spilaði fyrri hálfleikinn þegar Grikkir mættu Sviss í vináttuleik, lokatölur 2-1 fyrir Sviss.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Sadio Mané og félagar hans í Senegal unnu 2-0 sigur á Tógó þar sem Mané skoraði fyrsta mark leiksins. Naby Keita lék með Gíneu sem gerðu 1-1 jafntefli við Gíneu-Bissá. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM hjá landsliðum í Afríku.
Evrópu megin í undankeppni HM mættust Portúgal og Írland á heimavelli fyrrnefnda liðsins og unnu 2-1 sigur þar sem Diogo Jota spilaði allan leikinn. Mörk heimamanna komu á lokamínútum leiksins eftir að Írar höfðu komist yfir. Caoimhin Kelleher sat á varamannabekk gestanna allann tímann.
Hollendingar mættu Norðmönnum í Osló þar sem Virgil van Dijk sneri aftur á völlinn með landsliði sínu sem fyrirliði. Lokatölur voru 1-1 og komst van Dijk reyndar ekki óskaddaður frá leiknum en sem betur fer eru meiðslin á fingri og ættu nú ekki að halda honum frá keppni.
Andy Robertson leiddi sína menn í Skotlandi til leiks gegn Dönum á útivelli þar sem heimamenn sigruðu 2-0. Loks ber svo að nefna að Kostas Tsimikas spilaði fyrri hálfleikinn þegar Grikkir mættu Sviss í vináttuleik, lokatölur 2-1 fyrir Sviss.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan