| Sf. Gutt

Kveðja frá Xherdan Shaqiri!


Xherdan Shaqiri hefur yfirgefið Liverpool og heldur nú á vit nýrra ævintýra hjá Lyon í Frakklandi. Hann sendi stuðningsmönnum Liverpool þessa kveðju á tímamótunum. 


,,Kæru stuðningsmenn og @Liverpoolfc !!"

,,Ég á eftir að sakna ykkar! Ykkar og þessa einstaka félags sem á hinn ótrúlega leikvang Anfield. Þakka ykkur fyrir allan stuðninginn. Ég óska ykkur alls hins besta og fariði vel með ykkur."

,,Xherdan #YNWA"Það er enginn spurning að Xherdan Shaqiri ávann sér miklar vinsældir á meðan hann var hjá Liverpool. Hann er snjall leikmaður sem hefði kannski mátt fá fleiri tækifæri. En hvernig sem það var þá er öruggt að Svisslendingnum á sér sess í sögu Liverpool. Hann lagði sitt sannarlega af mörkum á þeim tíma sem hann var hjá félaginu. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan