Tap gegn Hertha

Þeir félagar voru á bekknum ásamt Diogo Jota og Andy Robertson sem voru í fyrsta sinn með á undirbúningstímabilinu. Byrjunarliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Kelleher, Alexander-Arnold, Konate, Matip, Tsimikas, Milner, Keita, Elliott, Mane, Salah, Minamino.
Á bekknum voru: Adrian, H. Davies, Van Dijk, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Jones, Jota, Robertson, R. Williams, Phillips, Gordon, Beck, Cain, Clarkson, N. Williams, Morton, Bradley, Koumetio.
Okkar menn byrjuðu leikinn betur, á fyrstu 17 mínútum leiksins fengu Salah og Mané ágæt færi en markvörður Hertha, Alexander Schwolow, sá við þeim. Skömmu síðar komust Þjóðverjarnir yfir með marki frá Santiago Ascacibar sem lenti í samstuði við Kelleher um leið og þurfti að fara leikvelli. Á 31. mínútu var staðan orðin 2-0 og var þar að verki Suat Serdar með fínni afgreiðslu í vítateignum.
Liverpool menn bitu frá sér og sex mínútum síðar minnkaði Mané muninn eftir að Tsimikas hafði gert vel og stolið boltanum þegar markvörður Hertha kastaði boltanum út úr teignum. Þrem mínútum fyrir hálfleik voru okkar menn búnir að jafna. Naby Keita vann boltann á miðjunni og sendi Salah í gegn. Egyptinn var kominn í þrönga stöðu vinstra megin í teignum en sendi frábæra hælsendingu á Minamino sem gat ekki annað en skorað. Staðan í hálfleik 2-2.
Klopp gerði sex breytingar í hálfleik. Inn komu Adrián, Robertson, Jones, R. Williams, Phillips og Oxlade-Chamberlain í stað þeirra Kelleher, Tsimikas, Elliott, Konaté, Matip og Minamino.
Liverpool menn voru betri í seinni hálfleik en færanýtingin var ekki góð, vonandi er það eitthvað sem rjátlast af mönnum áður en tímabilið byrjar. Eftir klukkutíma leik gerði Klopp fleiri breytingar þegar Jota, N. Williams, Clarkson, Gordon og Morton komu inn fyrir Alexander-Arnold, Mané, Salah, Keita og Milner. Sex mínútum síðar kom Stevan Jovetic sínum mönnum aftur í forystu þegar hann komst á milli Williams og Phillips í markteignum og skallaði í netið. Tveim mínútum síðar gerði Klopp tvær skiptingar í viðbót og var þeim auðvitað vel fagnað, van Dijk og Gomez komu inn í stað Nat Phillips og Rhys Williams.
285 days ago, I started on a journey back towards playing. It’s hard to express how I am feeling, but it’s important to me that I say I feel blessed to have had the support of so many incredible people. The surgeon, my physios, coaches and staff who have been with me in my 1/2 pic.twitter.com/jdWKUHykDI
— Virgil van Dijk (@VirgilvDijk) July 29, 2021
corner since day one. My teammates for giving me energy and keeping my head up. The fans for their love, support and encouragement. And most of all, my family because without them, I’d be nothing. Thank you. The work doesn’t stop now. It’s only just starting. We keep going! 2/2 pic.twitter.com/OiNLMLO44q
— Virgil van Dijk (@VirgilvDijk) July 29, 2021
After months of hard work together, back on the pitch together ??
— Liverpool FC (@LFC) July 29, 2021
A fitting moment ?? pic.twitter.com/l6WleegrRQ
Á 80. mínútu skoraði Jovetic aftur og þar var augljóst að van Dijk hafði ekki spilað alvöru fótbolta í marga mánuði, hann reyndi hvað hann gat til að koma boltanum í burtu en Jovetic náði einhvernveginn að snúa sér frá honum og skora svo auðveldlega í kjölfarið.
Tveim mínútum fyrir leikslok minnkaði Oxlade-Chamberlain svo muninn með flottu skoti úr teignum og þar við sat. Lokatölur 4-3 í fjörugum leik.
Liverpool í fyrri hálfleik: Kelleher; Alexander-Arnold, Konate, Matip, Tsimikas; Milner, Keita, Elliott; Mane, Salah og Minamino.
Liverpool í síðari hálfleik: Adrian; Alexander-Arnold (N. Williams 60), Phillips, R.Williams, Robertson; Milner (Morton 60), Keita (Clarkson 60), Jones; Salah (Gordon 60), Mane (Jota 60) og Oxlade-Chamberlain. Ónotaðir varamenn: H. Davies, Koumetio, Cain, Bradley og Beck.
Áhorfendur á Tivoli leikvanginum: 15.000.
Hér má sjá mörkin úr leiknum.
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!