| Sf. Gutt

Ítalía Evrópumeistari!


Evrópumótinu í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar England og Ítalía mættust á Wembley. Svo fór að Ítalir höfðu betur og urðu Evrópumeistarar í annað sinn.

England fékk óskabyrjun þegar Luke Shaw skoraði strax á annarri mínútu.  Ítalir jöfnuðu á 67. mínútu þegar Leonardo Bonucci skoraði. Ekki var meira skorað það sem lifði leiks og heldur ekki í framlengingunni sem fylgdi. Það þurfti því að gera út um leikinn í vítaspyrnukeppni. Ítalir höfðu betur í henni 3:2. Harry Kane og Harry Maguire skoruðu fyrir England í vítaspyrnukeppninni. Domenico Berardi, Leonardo Bonucci og Federico Bernardeschi skoruðu fyrir Ítali. Þetta var í annað sinn sem Ítalir vinna keppnina en þeir gerðu það áður árið 1968.

Jordan Henderson kom inn á sem varamaður í leiknum. Honum var skipt af velli þegar stefndi í vítaspyrnukeppni þar sem hann var ekki einn af þeim sem áttu að taka víti.

England: Pickford, Walker (Sancho 120. mín.), Stones, Maguire, Trippier (Saka 70. mín.), Phillips, Rice (Henderson 74. mín.), (Rashford 120. mín.), Shaw, Sterling, Mount (Grealish 99. mín.) og Kane. Ónotaðir varamenn: Grealish, Ramsdale, Mings, Coady, Calvert-Lewin, Johnstone, James og Bellingham.

Ítalía: G Donnarumma, Di Lorenzo, Bonucci, Chiellini, Emerson (Florenzi 118. mín.), Barella, (Cristante 54. mín.), Jorginho, Verratti (Locatelli 96. mín.), Chiesa (Bernardeschi 86. mín.) Immobile (Berardi 55. mín.) og Insigne (Belotti  90. mín.). Ónotaðir varamenn: Sirigu, Belotti, Berardi, Pessina, Acerbi, Bastoni, Florenzi, Tolói og Meret.

Áhorfendur á Wembley: 67.173.

Jordan kom líka inn á sem varamaður í undanúrslitunum þegar England vann Danmörk 2:1 eftir framlengingu. Í hinum undanúrslitaleiknum vann Ítalía Spán 4:2 í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli.  Thiago Alcantara kom inn á af bekknum í þeim leik. Hann skoraði í vítaspyrnukeppninni.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan