| Sf. Gutt

Tveir ungliðar lánaðir

Liverpool hefur lánað tvo ungliða fyrir komandi keppnistímabil. Annar fer aftur í lán þar sem hann var í láni á síðustu leiktíð. Um er að ræða þá Sepp van den Berg og Adam Lewis.


Sepp fer aftur í lán til Preston North End en hann var þar í láni eftir áramótin. Hollenska stráknum gekk mjög vel hjá Preston og honum verður örugglega vel tekið þar á bæ. Sepp er miðvörður og hefur leikið fjóra leiki fyrir hönd Liverpool. 


Adam spilar með Livingston í efstu deild á Skotlandi á næsta keppnistímabili. Hann var í láni hjá Amiens SC í Fakklandi á fyrri hluta síðasta keppnistímabils en á seinni hluta þess var hann hjá Plymouth. Adam er vinstri bakvörður. Hann hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan