| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Suður Ameríkukeppninni

Evrópukeppni landsliða er ekki eina álfukeppnin sem er í gangi í sumar. Suður Ameríkukeppnin fer fram í Brasilíu núna í sumar. Keppnin átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu en vegna heimsfaraldursins var fallið frá því að halda keppnina í þeim löndum. Keppnishaldið var í uppnámi og leikmenn ýmissa liða voru ekki of áfjáðir í að keppa. En niðurstaðan varð sú að keppnin skyldi fara fram í Brasilíu eins og fyrir tveimur árum. 


Liverpool á þrjá fulltrúa í keppninni og eru þeir allir í sama liðinu. Um er að ræða þá Alisson Becker, Fabino Tavarez og Roberto Firmino. Þeir Alisson og Roberto voru í sigurliði Brasilíu fyrir tveimur árum.   


Alisson Becker

Leikir með Liverpool: 130.

Mörk fyrir Liverpool: 1.

Landsleikir: 45.

Landsliðsmörk: 0.Fabinho Tavarez

Leikir með Liverpool: 122.

Mörk fyrir Liverpool: 3.

Landsleikir: 13.

Landsliðsmörk: 0.
Roberto Firmino

Leikir með Liverpool:
292.

Mörk fyrir Liverpool: 87.

Landsleikir: 50.

Landsliðsmörk: 16.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan