| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Síðustu daga hafa landslið haldið áfram að undirbúa sig fyrir Evrópumótið. Liverpool á nú írskan landsliðsmarkmann í fyrsta skipti frá því á síðustu öld.

Diogo Jota spilaði hálfan leik Portúgals og Ísrael í gærkvöldi. Evrópumeistararnir unnu 4:0. 



Í fyrrakvöld lék Roberto Firmino sinn 50. landsleik þegar Brasilía vann Paragvæ 2:0 í forkeppni HM. Hann hefur skorað 16 landsliðsmörk.

Sadio Mané spilaði og skoraði í 2:0 sigri Senegal á Grænhöfðaeyjum. Sadio skoraði úr víti. 


Ungverjar og Írar skildu án marka. Caoimhin Kelleher lék seinni hálfleikinn og varð þar með fyrsti markmaður Liverpool til að spila landsleik fyrir Íra frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Elisha Scott var síðasti markmaður Liverpool til að spila með írsku landsliði. 

Á mánudaginn skoraði Takumi Minamino í 4:1 sigri Japana á Tadsíkistan. Þessi leikur var í forkeppni HM. 


Sama dag spilaði Marko Grujic þegar Serbía mætti Jamaíka. Leiknum lauk 1:1.

Á sunnudaginn mætti England Rúmeníu. England vann 1:0. Jordan Henderson spilaði síðari hálfleikinn og var það fyrsti leikur hans frá því í febrúar. Hann tók víti en það var varið frá honum. 

Andrew Robertson var í liði Skotlands sem vann Lúxemborg 1:0. 


Kostas Tsimikas  lék með Grikklandi sem vann Noreg 2:1. Kostas lagði upp annað markið. 

Holland vann Georgíu 3:0 og spilaði Georginio Wijnaldum leikinn. 


Sadio Mané skoraði úr víti fyrir Senegal sem vann 3:1 sigur á Sambíu. 

Þeir félagar Neco Williams og Harry Wilson léku með Wales í markalausum leik á móti Albaníu.

Liam Millar lék með Kanada í forkeppni HM. Kanada vann Arúba 7:0 og átti Liam þátt í einu markinu. Í gær var hann á bekknum þegar Kanada vann Súrínam 4:0.


Á föstudaginn var mættust Spánn og Portúgal. Thiago Alcantara og Diogo Jota tóku þátt í leiknum.

Brasilía vann Ekvador 2:0 í forkeppni HM. Alisson Becker stóð í markinu. Roberto Firmino og Fabinho Tavarez komu inn á sem varamenn. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan