| HI
TIL BAKA
Liverpoolklúbburinn styrkir Umhyggju
Liverpoolklúbburinn afhenti í gær Umhyggju, félagi langveikra barna, styrk að fjárhæð 500.000 krónur.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni hefur staðið yfir uppboð á áritaðri treyju áritaðri af Xabi Alonso í þeim tilgangi að styrkja Umhyggju. Uppboðið var til minningar um Kamillu Eir Styrmisdóttur sem lést tæplega sex mánaða gömul eftir baráttu við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA.
Það var hópur sem safnast saman í Grófinni í Reykjanesbæ sem átti hæsta boðið, 270 þúsund krónur. Treyjan var afhent hópnum nú í vikunni, en þar er óhætt að segja að andi Liverpool svífi í hverju horni. Þarna er mikið safn af treyjum, myndum og öðrum munum og hér hittast menn til að horfa á leiki í góðum félagsskap. Það er því óhætt að segja að treyjan lenti á afar góðum stað.
Á stjórnarfundi á miðvikudaginn var samþykkt að bæta við boðið með framlagi úr styrktarsjóði Liverpoolklúbbsins, sem hefur þann tilgang að styrkja góð málefni. Klúbburinn afhenti svo styrkinn formlega í gær en hann er í heild 500 þúsund krónur.
Starfsfólk Umhyggju er afar þakklátt fyrir stuðninginn, og jafnframt er fjölskylda Kamillu afar þakklát fyrir stuðninginn sem þau hafa fengið á þessum erfiðu tímum.
Liverpoolklúbburinn á Íslandi vill þakka góða þátttöku í uppboðinu og er ánægður með að sýna kjörorð LFC í verki - You'll never walk alone.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni hefur staðið yfir uppboð á áritaðri treyju áritaðri af Xabi Alonso í þeim tilgangi að styrkja Umhyggju. Uppboðið var til minningar um Kamillu Eir Styrmisdóttur sem lést tæplega sex mánaða gömul eftir baráttu við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA.
Það var hópur sem safnast saman í Grófinni í Reykjanesbæ sem átti hæsta boðið, 270 þúsund krónur. Treyjan var afhent hópnum nú í vikunni, en þar er óhætt að segja að andi Liverpool svífi í hverju horni. Þarna er mikið safn af treyjum, myndum og öðrum munum og hér hittast menn til að horfa á leiki í góðum félagsskap. Það er því óhætt að segja að treyjan lenti á afar góðum stað.
Á stjórnarfundi á miðvikudaginn var samþykkt að bæta við boðið með framlagi úr styrktarsjóði Liverpoolklúbbsins, sem hefur þann tilgang að styrkja góð málefni. Klúbburinn afhenti svo styrkinn formlega í gær en hann er í heild 500 þúsund krónur.
Starfsfólk Umhyggju er afar þakklátt fyrir stuðninginn, og jafnframt er fjölskylda Kamillu afar þakklát fyrir stuðninginn sem þau hafa fengið á þessum erfiðu tímum.
Liverpoolklúbburinn á Íslandi vill þakka góða þátttöku í uppboðinu og er ánægður með að sýna kjörorð LFC í verki - You'll never walk alone.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Vera með í baráttunni fram í janúar! -
| Sf. Gutt
Ekki spá í treyjunar! -
| Sf. Gutt
Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Það styttist í sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu
Fréttageymslan