| Grétar Magnússon

Klopp um Konaté

Jürgen Klopp hefur fulla trú á því að Ibrahima Konaté hafi gæðin til að gera strax tilkall til vera í byrjunarliðinu hjá Liverpool. Hann bendir jafnframt á að Konaté hafi einnig alla burði til að verða enn betri leikmaður.

,,Ég er virkilega ánægður með að við gátum bætt við leikmanni af jafn miklum gæðum og Konaté býr yfir. Hann er leikmaður sem ég hef dáðst að lengi, ég vissi af honum sem efnilegum leikmanni hjá Sochaux," sagði Klopp í viðtali við heimasíðu félagsins.

,,Eftir öll meiðslin hjá miðvörðum á síðasta tímabili var öllum ljóst að við þurftum að bæta í þann hóp en ég vil auðvitað taka það fram að það sem Nat (Phillips), Rhys (Williams) og Ozan (Kabak) gerðu var alveg hreint magnað, ótrúlegt í raun og veru. Með kaupunum á Konaté erum við að auka gæðin sem eru klárlega nú þegar til staðar. Líkamlegir eiginleikar hans eru mjög góðir, hann er fljótur, mjög sterkur og dóminerandi í loftinu. Hann kemur til okkar eftir að hafa spilað rúmlega 90 leiki fyrir Leipzig í þýsku Bundesligunni og Evrópukeppnum. Ég er viss um að leikirnir væru fleiri ef hann hefði ekki glímt við meiðsli en þetta þýðir samt að hann hefur reynslu af því að keppa á meðal þeirra bestu."

,,Hann spilaði einnig með Leipzig í Meistaradeildinni þar sem pressan er mikil, þeir spila hápressu knattspyrnu sem er ekki ólíkt þeirri sýn sem við höfum á leikinn. Ég er fullviss um að við höfum keypt leikmann sem getur gengið beint inní liðið, en gleymum því ekki að hann er bara 22 ára gamall, hann getur því enn bætt sig mikið. Ég veit að hann vill það sjálfur og hér hefur hann tækifæri til að verða enn betri. Mér finnst þetta mjög spennandi, ég veit hversu góður hann er og hlakka til að vinna með honum þegar hann kemur til okkar á undirbúningstímabilinu."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan