| Sf. Gutt
Liverpool er komið í úrslit í Unglingabikarnum í annað sinn á þremur árum. Liverpool vann góðan 1:2 endurkomusigur í Ipswich.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn. Heimamenn komust yfir með skallamarki Edwin Agbaje á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.
Liverpool var sterkara liðið eftir hlé og Pólverjinn Mateusz Musialowski jafnaði á 63. mínútu þegar skot hans frá vítateig fór í varnarmann og inn. Sigurmarkið kom þegar níu mínútur voru eftir. Mateusz var þá skipt af velli fyrir Melkamu Frauendorf. Varamaðurinn skaut að marki með sinni fyrstu snertingu og þó markmaður Ipswich kæmi við boltann fór hann í markið! Liverpool hafði sigur og er komið í úrslitaleik!
Liverpool mætir annað hvort Aston Villa eða West Bromwich Albion í úrslitaleik keppninnar. Liverpool hefur fjórum sinnum unnið þessa merku keppni. Síðast 2019.
Liverpool: Davies, Bradley, Quansah, Koumetio, Norris, Stephenson, Morton, Corness, Balagizi, Woltman, Musialowski (Frauendorf 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Mrozek, Jonas, Wilson, Chambers, Mabaya og Bajcetic.
TIL BAKA
Liverpool í úrslit!

Liverpool er komið í úrslit í Unglingabikarnum í annað sinn á þremur árum. Liverpool vann góðan 1:2 endurkomusigur í Ipswich.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn. Heimamenn komust yfir með skallamarki Edwin Agbaje á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.
Liverpool var sterkara liðið eftir hlé og Pólverjinn Mateusz Musialowski jafnaði á 63. mínútu þegar skot hans frá vítateig fór í varnarmann og inn. Sigurmarkið kom þegar níu mínútur voru eftir. Mateusz var þá skipt af velli fyrir Melkamu Frauendorf. Varamaðurinn skaut að marki með sinni fyrstu snertingu og þó markmaður Ipswich kæmi við boltann fór hann í markið! Liverpool hafði sigur og er komið í úrslitaleik!
Liverpool mætir annað hvort Aston Villa eða West Bromwich Albion í úrslitaleik keppninnar. Liverpool hefur fjórum sinnum unnið þessa merku keppni. Síðast 2019.
Liverpool: Davies, Bradley, Quansah, Koumetio, Norris, Stephenson, Morton, Corness, Balagizi, Woltman, Musialowski (Frauendorf 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Mrozek, Jonas, Wilson, Chambers, Mabaya og Bajcetic.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir
Fréttageymslan

