| Sf. Gutt
![](/Myndasafn/Logo/manutd-lfc-evropudeild.jpeg)
Manchester United v Liverpool
Baráttan um að ná einu að fjórum efstu sætum deildarinnar er á lokastigum. Liverpool er í vandræðum hvað þessa baráttu varðar en það er ennþá möguleiki og á meðan enn er möguleiki verður að halda í vonina. Liverpool getur þó gert Manchester City að Englandsmeisturum á Old Trafford. Það yrði saga til næsta bæjar í Manchester!
Liverpool hefur hent frá sér fjórum stigum í síðustu tveimur deildarleikjum. Reyndar má segja að Leeds United hafi unnið fyrir sínu stigi á Elland Road með góðum leik í síðari hálfleik. En jafnteflið á móti Newcastle United var gersamlega óásættanlegt!
Liverpool átti leikinn með húð og hári en eins og svo oft á Anfield Road núna eftir áramótin fór allt í vaskinn. Reyndar var ekki um tap að ræða en eftir að stigunum var hent á glæ í viðbótartíma leið öllum tengdum Liverpool eins og leikurinn hefði tapast. Það má kannski segja að vandi Liverpool það sem af er ársins hafi endurspeglast í leik liðsins á móti Newcastle. Leikur liðsins alls ekki sem verstur en leikmenn ekki á tánum við að nýta færi sem gáfust. Það er gömul saga og ný á þessu ári og í raun aðalástæðan fyrir að sóknin að Englandsmeistaratitlinum rann út í sandinn.
![](/Myndasafn/T%C3%ADmabil%202018-2019/Firmino/gettyimages-1127040613.jpg)
![](/Myndasafn/T%C3%ADmabil%202019-2020/Lallana/A.Lallana-skorar-gegn-ManchesterU.jpg)
Liverpool ríður sjaldan feitum hesti frá Old Trafford og það skiptir litlu hvort Liverpool gengur vel eða illa og það skiptir engu hvort Manchester United gengur miður eða verr. Á flestum leiktíðum spilar Liverpool illa á Old Trafford og það er áratuga reynsla fyrir því. Liðin hafa skilið jöfn í síðustu tveimur deildarleikjum á Old Trafford og svo tapaði Liverpool naumlega þar í FA bikarnum í janúar. Það var reyndar frekar góður leikur hjá Liverpool miðað við marga leiki á Old Trafford og Englandsmeistararnir hefðu átt að vinna þann leik!
Manchester United getur spilað mjög vel á góðum degi og liðið hefur annað sæti deildarinnar í hendi sér. Reyndar getur liðið enn náð grönnum sínum og orðið enskur meistari. En á morgun hagar svo skemmtilega til að Liverpool getur gert Manchester City að Englandsmeisturum! Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá þýðir það að Manchester City verður Englandsmeistari. Ég spái því að Manchester City verði Englandsmeistari á morgun eftir að Liverpool vinnur 0:1 á Old Trafford. Mohamed Salah skorar markið!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
![](/Myndasafn/Logo/manutd-lfc-evropudeild.jpeg)
Manchester United v Liverpool
Baráttan um að ná einu að fjórum efstu sætum deildarinnar er á lokastigum. Liverpool er í vandræðum hvað þessa baráttu varðar en það er ennþá möguleiki og á meðan enn er möguleiki verður að halda í vonina. Liverpool getur þó gert Manchester City að Englandsmeisturum á Old Trafford. Það yrði saga til næsta bæjar í Manchester!
Liverpool hefur hent frá sér fjórum stigum í síðustu tveimur deildarleikjum. Reyndar má segja að Leeds United hafi unnið fyrir sínu stigi á Elland Road með góðum leik í síðari hálfleik. En jafnteflið á móti Newcastle United var gersamlega óásættanlegt!
![](/Myndasafn/T%C3%ADmabil%202020-2021/Salah/M.Salah-skorar-gegn-NewcastleU.jpg)
Liverpool átti leikinn með húð og hári en eins og svo oft á Anfield Road núna eftir áramótin fór allt í vaskinn. Reyndar var ekki um tap að ræða en eftir að stigunum var hent á glæ í viðbótartíma leið öllum tengdum Liverpool eins og leikurinn hefði tapast. Það má kannski segja að vandi Liverpool það sem af er ársins hafi endurspeglast í leik liðsins á móti Newcastle. Leikur liðsins alls ekki sem verstur en leikmenn ekki á tánum við að nýta færi sem gáfust. Það er gömul saga og ný á þessu ári og í raun aðalástæðan fyrir að sóknin að Englandsmeistaratitlinum rann út í sandinn.
![](/Myndasafn/T%C3%ADmabil%202018-2019/Firmino/gettyimages-1127040613.jpg)
![](/Myndasafn/T%C3%ADmabil%202019-2020/Lallana/A.Lallana-skorar-gegn-ManchesterU.jpg)
Liverpool ríður sjaldan feitum hesti frá Old Trafford og það skiptir litlu hvort Liverpool gengur vel eða illa og það skiptir engu hvort Manchester United gengur miður eða verr. Á flestum leiktíðum spilar Liverpool illa á Old Trafford og það er áratuga reynsla fyrir því. Liðin hafa skilið jöfn í síðustu tveimur deildarleikjum á Old Trafford og svo tapaði Liverpool naumlega þar í FA bikarnum í janúar. Það var reyndar frekar góður leikur hjá Liverpool miðað við marga leiki á Old Trafford og Englandsmeistararnir hefðu átt að vinna þann leik!
Manchester United getur spilað mjög vel á góðum degi og liðið hefur annað sæti deildarinnar í hendi sér. Reyndar getur liðið enn náð grönnum sínum og orðið enskur meistari. En á morgun hagar svo skemmtilega til að Liverpool getur gert Manchester City að Englandsmeisturum! Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá þýðir það að Manchester City verður Englandsmeistari. Ég spái því að Manchester City verði Englandsmeistari á morgun eftir að Liverpool vinnur 0:1 á Old Trafford. Mohamed Salah skorar markið!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan