| Sf. Gutt

Mohamed vill vera sem lengst hjá Liverpool!


Mohamed Salah segist vilja vera sem lengst hjá Liverpool. Hann segir að forráðamenn félagsins ráði framtíð sinni hjá félaginu. Aðspurður, í viðtali á dögunum, svaraði hann þessu til um hver framtíð hans væri hjá Liverpool. 

,,Ég veit það ekki. En ef þú spyrð mig þá svara ég því til að að ég vil vera hérna eins lengi og kostur er. En eins og ég hef sagt áður þá er þetta allt í höndum félagsins. Ég mun leggja mig 100% fram fyrir félagið fram á síðustu mínútuna sem ég verð hjá því og ég vil vinna eins marga titla hérna og mögulegt er. Ég vil leggja mig 100% fram fyrir fólkið sem sýnir mér elsku sína alla daga."

Þá liggur það fyrir!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan