Mun alltaf elska Liverpool!

Trent Alexander Arnold er kominn heim til Liverpool. Nú til að spila á móti Liverpool í búningi Real Madrid. Hann segist munu elska uppeldisfélagið sitt áfram hvernig svo sem stuðningsmenn Liverpool komi til með taka honum.
„Stuðningsmennirnir taka sína ákvörðun um hvernig þeir taka mér. Ég mun alltaf elska félagið og verða stuðningsmaður Liverpool. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir tækifærin sem ég fékk hérna og fyrir allt sem við afrekuðum saman. Það eru minningar sem munu lifa með mér að eilífu."

„Tilfinningar mínar gagnvart Liverpool munu ekki breytast hvernig sem mér verður tekið. Sama hvernig stuðningsmenn félagsins taka mér þá mun það ekki breyta ást minni á Liverpool. Það eru mjög blendnar tilfinningar að mæta aftur á Anfield og ég veit að þetta verður mjög erfiður leikur. En ég er samt virkilega spenntur. Þetta er sannkallaður stórleikur og það verður skrýtið að ganga inn í búningsklefa gestaliðsins í fyrsta sinn og hita upp á hinum vallarhelmingnum."
Já, það verður sannarlega undarlegt að sjá Trent í hvítum búningi á Anfield Road!
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

