| Sf. Gutt

Arne jafnar met Kóngsins!

Þegar Liverpool vann Aston Villa leit jöfnun á félagsmeti dagsins ljós. Arne Slot jafnaði met sem Kóngurinn sjálfur átti og hefur átt frá því á síðustu öld.

Sigur Liverpool á Aston Villa þýddi að Liverpool hefur náð 102 stigum í deildinni frá því Arne Slot tók við af Jürgen Klopp í fyrrasumar. Reyndar er metið miðað við 100 stig. Liverpool náði stigunum í 48 deildarleikjum.

Sem fyrr segir átti Kenny Dalglish áður félagsmetið. Hann náði 100 stigum í 48 leikjum eins og Arne hefur nú jafnað við. Kenny tók við sem spilandi framkvæmdastjóri Liverpool sumarið 1985. 

Enginn annar framkvæmdastjóra Liverpool í sögunni hefur gert betur hvað þetta varðar en Kenny og Arne. Sannarlega vel af sér vikið!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan