| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Bragðdauft jafntefli
Stórleikur umferðarinnar endaði með markalausu jafntefli og markaþurrð okkar manna orðið stórt áhyggjuefni.
Fátt kom á óvart í byrjunarliðsvali Jürgen Klopp, eins og flestir bjuggust við var Jordan Henderson miðvörður með Fabinho. Xerdan Shaqiri byrjaði á miðjunni, fyrsta sinn í 13 mánuði sem hann var í byrjunarliði og Thiago var í fyrsta sinn að byrja leik á Anfield. Gestirnir stilltu upp sínu sterkasta liði og fyrirfram bjuggust allir við spennandi leik.
Leikurinn þróaðist eins og við var að búast en það kom kannski svolítið á óvart hvað United mönnum gekk illa að halda boltanum innan síns liðs. Pressan var góð hjá okkar mönnum en eins og í undanförnum leikjum náðist bara alls ekki að skapa nein hættuleg færi. Saga fyrri hálfleiks er því fljótt sögð með því að segja að Liverpool menn voru með boltann, United fengu hann öðru hverju, misstu hann fljótt aftur eða komu sér fram völlinn og voru dæmdir rangstæðir. Gestirnir voru þéttir fyrir í vörninni og þau skot sem Liverpool menn náðu hittu ekki á markið eða enduðu í varnarmönnum. Uppbótartíminn var ein mínúta en þegar sex sekúndur voru eftir af þessari mínútu flautaði dómarinn til hálfleiks, í sama mund var Thiago að senda Mané einan í gegn og því var það frekar fúlt að mega ekki sjá hvað hefði gerst ef leik hefði réttilega verið haldið áfram.
Sömu sögu er að segja af seinni hálfleik. Gestirnir fengu reyndar betri færi þegar upp var staðið en Alisson varði vel skot af stuttu færi frá Fernandes og Pogba. Hinumegin var lítil ógn við mark de Gea og því voru lokatölur 0-0.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, Henderson, Robertson, Shaqiri (Jones, 76. mín.), Thiago, Wijnaldum (Milner, 89. mín.), Salah, Firmino (Origi, 85. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, N. Williams, R. Williams, Phillips, Oxlade-Chamberlain, Minamino.
Gul spjöld: Fabinho og Shaqiri.
Manchester United: de Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, Pogba, Bruno Fernandes (Greenwood, 89. mín.), Martial (Cavani, 61. mín.), Rashford. Ónotaðir varamenn: Henderson, Telles, Bailly, Tuanzebe, Matic, van de Beek, Mata.
Gult spjald: Rashford.
Maður leiksins: Alisson varði vel þegar á þurfti að halda og hlýtur hann nafnbótina að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Frammistaðan var góð og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með leikinn því það var mikið talað um fyrir leik að við værum í vandræðum og United á flugi. Við reyndum aftur í seinni hálfleik en það er ekki hægt að stoppa United algjörlega því þeir eru með góða leikmenn sem útfæra skyndisóknir vel. Þeir áttu tvö mjög góð færi en við áttum svosem ágæt tækifæri líka."
Fróðleikur:
- Jürgen Klopp stýrði liðinu í 200. sinn í úrvalsdeildinni.
- Liðin hafa gert markalaust jafntefli í deildinni í þremur leikjum á síðustu fimm leiktíðum. Telja þarf 48 tímabil til baka til að finna sömu tölfræði.
- Liverpool hafa nú leikið 68 leiki á Anfield án taps.
- Í fyrsta sinn síðan í október 2018 mistókst okkar mönnum að skora í deildarleik á heimavelli.
Fátt kom á óvart í byrjunarliðsvali Jürgen Klopp, eins og flestir bjuggust við var Jordan Henderson miðvörður með Fabinho. Xerdan Shaqiri byrjaði á miðjunni, fyrsta sinn í 13 mánuði sem hann var í byrjunarliði og Thiago var í fyrsta sinn að byrja leik á Anfield. Gestirnir stilltu upp sínu sterkasta liði og fyrirfram bjuggust allir við spennandi leik.
Leikurinn þróaðist eins og við var að búast en það kom kannski svolítið á óvart hvað United mönnum gekk illa að halda boltanum innan síns liðs. Pressan var góð hjá okkar mönnum en eins og í undanförnum leikjum náðist bara alls ekki að skapa nein hættuleg færi. Saga fyrri hálfleiks er því fljótt sögð með því að segja að Liverpool menn voru með boltann, United fengu hann öðru hverju, misstu hann fljótt aftur eða komu sér fram völlinn og voru dæmdir rangstæðir. Gestirnir voru þéttir fyrir í vörninni og þau skot sem Liverpool menn náðu hittu ekki á markið eða enduðu í varnarmönnum. Uppbótartíminn var ein mínúta en þegar sex sekúndur voru eftir af þessari mínútu flautaði dómarinn til hálfleiks, í sama mund var Thiago að senda Mané einan í gegn og því var það frekar fúlt að mega ekki sjá hvað hefði gerst ef leik hefði réttilega verið haldið áfram.
Sömu sögu er að segja af seinni hálfleik. Gestirnir fengu reyndar betri færi þegar upp var staðið en Alisson varði vel skot af stuttu færi frá Fernandes og Pogba. Hinumegin var lítil ógn við mark de Gea og því voru lokatölur 0-0.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, Henderson, Robertson, Shaqiri (Jones, 76. mín.), Thiago, Wijnaldum (Milner, 89. mín.), Salah, Firmino (Origi, 85. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, N. Williams, R. Williams, Phillips, Oxlade-Chamberlain, Minamino.
Gul spjöld: Fabinho og Shaqiri.
Manchester United: de Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, Pogba, Bruno Fernandes (Greenwood, 89. mín.), Martial (Cavani, 61. mín.), Rashford. Ónotaðir varamenn: Henderson, Telles, Bailly, Tuanzebe, Matic, van de Beek, Mata.
Gult spjald: Rashford.
Maður leiksins: Alisson varði vel þegar á þurfti að halda og hlýtur hann nafnbótina að þessu sinni.
Jürgen Klopp: ,,Frammistaðan var góð og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með leikinn því það var mikið talað um fyrir leik að við værum í vandræðum og United á flugi. Við reyndum aftur í seinni hálfleik en það er ekki hægt að stoppa United algjörlega því þeir eru með góða leikmenn sem útfæra skyndisóknir vel. Þeir áttu tvö mjög góð færi en við áttum svosem ágæt tækifæri líka."
Fróðleikur:
- Jürgen Klopp stýrði liðinu í 200. sinn í úrvalsdeildinni.
- Liðin hafa gert markalaust jafntefli í deildinni í þremur leikjum á síðustu fimm leiktíðum. Telja þarf 48 tímabil til baka til að finna sömu tölfræði.
- Liverpool hafa nú leikið 68 leiki á Anfield án taps.
- Í fyrsta sinn síðan í október 2018 mistókst okkar mönnum að skora í deildarleik á heimavelli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!
Fréttageymslan