| HI
TIL BAKA
Fær Shaqiri stærra hlutverk á næstunni?
Ferill Xherdan Shaqiri hefur verið upp og ofan hjá Liverpool. Góð innkoma hans gegn Aston Villa um síðustu helgi og mikið leikjaálag á næstunni gæti fjölgað tækifærum hans, en þó að hann hafi lítið spilað hefur hann sýnt ágætis takta á þessum fáu mínútum.
Innkoman hjá Shaqiri gegn Aston Villa vakti verðskuldaða athygli, þó að vissulega verði að setja þann fyrirvara að hann var að spila á móti unglingaliði - liði sem Liverpoolliðið var þó í basli með. Hann kom inn á í seinni hálfleik og hafði aðeins verið á vellinum í tvær mínútur þegar hann fékk sendingu frá Thiago og lyfti boltanum inn á teiginn, þar sem Sadio Mane skallaði boltann í netið og kom Liverpool í 3-1.
Og aðeins tveimur mínútum eftir það tók hann við annarri sendingu frá Thiago og sendi í þetta sinn jarðarbolta inn á teiginn á Mo Salah sem skoraði fjórða mark Liverpool. Tvær stoðsendingar á fjórum mínútum. Ágætis innkoma það.
Shaqiri hefur aðeins verið tvisvar í byrjunarliðinu í vetur. Fyrst gegn Lincoln City í deildarbikarnum í september þar sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Í þeim leik spilaði hann aftarlega á miðjunni og gekk nokkuð vel - aftur með fyrirvara um að andstæðingurinn var ekki í hæsta gæðaflokki. Síðari leikurinn var heimaleikur gegn Midtjylland í meistaradeildinni og í þeim leik átti hann stungusendingu inn fyrir vörnina á Trent Alexander-Arnold sem lagði svo upp mark fyrir Diogo Jota.
Hann hefur líka átt ágætis innkomur af bekknum. Fjórum dögum eftir leikinn gegn Midtjylland lagði hann upp mark fyrir Jota gegn West Ham. Hann spilaði svo í 34 mínútur gegn Southampton fyrr í þessum mánuði og var sá sem átti flestar sendingar sem sköpuðu færi, að Andy Robertson frátöldum.
Meiðsli hafa hins vegar komið í veg fyrir að hann hafi spilað meira fyrir félagið. Til marks um það hefur hann aðeins spilað í 84 mínútur allt þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki verið í byrjunarliðinu í rúmt ár - eða síðan hann skoraði gegn Everton í desember 2019 (sjá mynd). Semsagt - á árinu 2020 var hann aldrei í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni.
Ólíklegt er að Shaqiri verði í byrjunarliðinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Sem þarf ekki að vera slæmt - hann skoraði tvö mörk gegn liðinu í desember 2018 eftir að hafa komið inná sem varamaður. En það er ekki ólíklegt að hann fái tækifæri næstu vikurnar þar sem framundan er mikil álagstímabil þar sem liðið spilar sjö leiki á 21 degi.
Shaqiri ákvað sjálfur að vera um kyrrt hjá félaginu í haust. Liverpool var ekki að reyna að selja hann, en ætlaði heldur ekki að standa í vegi fyrir honum ef hann vildi fara. Nú er að sjá hvort ákvörðun Shaqiris borgi sig.
Innkoman hjá Shaqiri gegn Aston Villa vakti verðskuldaða athygli, þó að vissulega verði að setja þann fyrirvara að hann var að spila á móti unglingaliði - liði sem Liverpoolliðið var þó í basli með. Hann kom inn á í seinni hálfleik og hafði aðeins verið á vellinum í tvær mínútur þegar hann fékk sendingu frá Thiago og lyfti boltanum inn á teiginn, þar sem Sadio Mane skallaði boltann í netið og kom Liverpool í 3-1.
Og aðeins tveimur mínútum eftir það tók hann við annarri sendingu frá Thiago og sendi í þetta sinn jarðarbolta inn á teiginn á Mo Salah sem skoraði fjórða mark Liverpool. Tvær stoðsendingar á fjórum mínútum. Ágætis innkoma það.
Shaqiri hefur aðeins verið tvisvar í byrjunarliðinu í vetur. Fyrst gegn Lincoln City í deildarbikarnum í september þar sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Í þeim leik spilaði hann aftarlega á miðjunni og gekk nokkuð vel - aftur með fyrirvara um að andstæðingurinn var ekki í hæsta gæðaflokki. Síðari leikurinn var heimaleikur gegn Midtjylland í meistaradeildinni og í þeim leik átti hann stungusendingu inn fyrir vörnina á Trent Alexander-Arnold sem lagði svo upp mark fyrir Diogo Jota.
Hann hefur líka átt ágætis innkomur af bekknum. Fjórum dögum eftir leikinn gegn Midtjylland lagði hann upp mark fyrir Jota gegn West Ham. Hann spilaði svo í 34 mínútur gegn Southampton fyrr í þessum mánuði og var sá sem átti flestar sendingar sem sköpuðu færi, að Andy Robertson frátöldum.
Meiðsli hafa hins vegar komið í veg fyrir að hann hafi spilað meira fyrir félagið. Til marks um það hefur hann aðeins spilað í 84 mínútur allt þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki verið í byrjunarliðinu í rúmt ár - eða síðan hann skoraði gegn Everton í desember 2019 (sjá mynd). Semsagt - á árinu 2020 var hann aldrei í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni.
Ólíklegt er að Shaqiri verði í byrjunarliðinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Sem þarf ekki að vera slæmt - hann skoraði tvö mörk gegn liðinu í desember 2018 eftir að hafa komið inná sem varamaður. En það er ekki ólíklegt að hann fái tækifæri næstu vikurnar þar sem framundan er mikil álagstímabil þar sem liðið spilar sjö leiki á 21 degi.
Shaqiri ákvað sjálfur að vera um kyrrt hjá félaginu í haust. Liverpool var ekki að reyna að selja hann, en ætlaði heldur ekki að standa í vegi fyrir honum ef hann vildi fara. Nú er að sjá hvort ákvörðun Shaqiris borgi sig.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan