| Sf. Gutt
Í kvöld var dregið til 4. umferðar í FA bikarnum. Englandsmeistarar Liverpool taka hús á Manchester United. Leikurinn fer fram helgina 23 og 24. janúar. Um leið var dregið til 5. umferðar og það lið sem fer áfram úr þessari rimmu leikur gegn West Ham United eða Doncaster Rovers.
Þessi dráttur þýðir að Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína tvær helgar í röð en liðin mætast á Anfield Road í deildinni núna á sunnudaginn. Í millitíðinni spilar Liverpool við Burnley á Anfield.


Til gamans má geta þess að Peter Crouch, fyrrum leikmaður Liverpool, sá um dráttinn í kvöld. Peter skoraði einmitt sigurmarkið þegar Liverpool vann Manchester United í FA bikarnum á leiktíðinni 2005/06. Liverpool sigraði þá 1:0 á Anfield og vann bikarinn um vorið eftir vítaspyrnusigur á West Ham United. Kannski veit þessi dráttur Peter á gott!
TIL BAKA
Dregið í FA bikarnum

Í kvöld var dregið til 4. umferðar í FA bikarnum. Englandsmeistarar Liverpool taka hús á Manchester United. Leikurinn fer fram helgina 23 og 24. janúar. Um leið var dregið til 5. umferðar og það lið sem fer áfram úr þessari rimmu leikur gegn West Ham United eða Doncaster Rovers.
Þessi dráttur þýðir að Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína tvær helgar í röð en liðin mætast á Anfield Road í deildinni núna á sunnudaginn. Í millitíðinni spilar Liverpool við Burnley á Anfield.


Til gamans má geta þess að Peter Crouch, fyrrum leikmaður Liverpool, sá um dráttinn í kvöld. Peter skoraði einmitt sigurmarkið þegar Liverpool vann Manchester United í FA bikarnum á leiktíðinni 2005/06. Liverpool sigraði þá 1:0 á Anfield og vann bikarinn um vorið eftir vítaspyrnusigur á West Ham United. Kannski veit þessi dráttur Peter á gott!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan