| Sf. Gutt

Spáð í spilin



Fulham vs Liverpool 

Nú er Evrópukeppnin að baki í bili og bara deildarleikir á dagskrá út árið. Liverpool vann riðil sinn í Meistaradeildinni og gerði það meira að segja þegar einn leikur var eftir. Vel að verki staðið. 

Á morgun er leikur í höfuðborginni. Fulham kom upp í gegnum umspil í sumar eftir eina leiktíð í næst efstu deild. Liðið byrjaði mjög illa og sumir töldu sig sjá í fyrstu leikjunum að liðið ætti ekki möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Liðið  hefur þó braggast og getur gert góða hluti á góðum degi. 


Diogo Jota meiddist á hné í Danmörku en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Það er slæmt að missa Diogo sem hefur spilað stórvel það sem af er keppnistímabilsins. Góðu fréttirnar hvað meiðsli áhrærir eru þær að Alisson Becker er tilbúinn á nýjan leik. Reyndar hefur Caoimhin Kelleher staðið sig með miklum sóma í fjarveru Alisson svo fjarvera Brasilíumannsins í síðustu leikjum kom ekki að sök. Eins er Alex Oxlade-Chamberlain farinn að æfa en hann hefur ekkert leikið ennþá á leiktíðinni. 

Liverpool á að vinna þennan leik ef liðið spilar vel. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2. Sadio Mané og Mohamed Salah skora mörkin. 

YNWA!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan