| HI

Gomez meiddur - óttast að það sé alvarlegt

Joe Gomez meiddist á æfingu hjá enska landsliðinu í dag. Óttast er að meiðlin séu alvarleg og að Gomez verði lengi frá keppni.

Enska landsliðið undirbýr sig nú fyrir æfingaleik gegn Írum sem fer fram á Wembley á morgun. Fjölmiðlar segja frá því að meiðslin séu alvarleg og líkleg til að hafa í för með sér langa fjarveru. Enn hefur þó ekkert verið staðfest formlega hvers eðlils meiðslin eru, né hversu alvarleg.

Það er óhætt að segja að varnarlína Liverpool mátti ekki við þessu. Virgil van Dijk verður lengi frá vegna krossbandameiðslanna sem hann varð fyrir gegn Everton. Fabinho og Trent Alexander-Arnold eru líka meiddir. Joel Matip er því eini heili miðvörður aðalliðsins og hann er nokkuð gjarn á að meiðast. Varaliðsmenn eins og Nathaniel Phillips og Rhys Williams hafa þó komið inn og staðið sig ágætlega. 

Engu að síður er ljóst að þetta mun hafa veruleg áhrif á varnarlínu og varnarleik félagsins og því er þetta mikið áhyggjuefni.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan