| Sf. Gutt
Mikilvægi Virgil van Dijk er mikið. Hann varð fimmti útileikmaðurinn í meistaraliði, eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð, til að spila alla leiki frá upphafi til enda. Virgil lék alla 38 leikina í deildinni og skoraði fimm mörk.
Sem fyrr segir er Virgil fimmti útileikmaðurinn í meistaraliði frá leiktíðinni 1992/93 til ná því afreki að spila allar mínútur í deildarleikjum á einni leiktíð. Hér að neðan er listi yfir þá sem hafa afrekað þetta.
Áréttað skal að hér er bara um útileikmenn að ræða. Ef rétt er vitað hafa nokkrir markmenn náð þessu afreki. Eins er fjöldi leikmanna sem hefur gert þetta í gegnum söguna áður en Úrvalsdeildin var stofnuð. Þar með er fjöldi leikmanna Liverpool. Til dæmis léku bæði Bruce Grobbelaar og Steve McMahon alla 38 leiki Liverpool þegar síðasti Englandsmeistaratitill vannst 1989/90. Knattspyrnusagan hófst nefnilega ekki 1992! En afrek Virgil er í það minnsta fágætt á seinni tímum.
TIL BAKA
Mikið afrek hjá Virgil van Dijk

Mikilvægi Virgil van Dijk er mikið. Hann varð fimmti útileikmaðurinn í meistaraliði, eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð, til að spila alla leiki frá upphafi til enda. Virgil lék alla 38 leikina í deildinni og skoraði fimm mörk.

Sem fyrr segir er Virgil fimmti útileikmaðurinn í meistaraliði frá leiktíðinni 1992/93 til ná því afreki að spila allar mínútur í deildarleikjum á einni leiktíð. Hér að neðan er listi yfir þá sem hafa afrekað þetta.
1992/93. Gary Pallister - Manchester United.
2014/15. John Terry - Chelsea.
2015/16. Wes Morgan - Leicester City.
2016/17. César Azpilicueta - Chelsea.
2019/20. Virgil van Dijk - Liverpool.
Áréttað skal að hér er bara um útileikmenn að ræða. Ef rétt er vitað hafa nokkrir markmenn náð þessu afreki. Eins er fjöldi leikmanna sem hefur gert þetta í gegnum söguna áður en Úrvalsdeildin var stofnuð. Þar með er fjöldi leikmanna Liverpool. Til dæmis léku bæði Bruce Grobbelaar og Steve McMahon alla 38 leiki Liverpool þegar síðasti Englandsmeistaratitill vannst 1989/90. Knattspyrnusagan hófst nefnilega ekki 1992! En afrek Virgil er í það minnsta fágætt á seinni tímum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan