| HI

Thiago greindur með Covid 19

Thiago Acantara hefur greinst með Covid 19 sjúkdóminn. Hann verður í eingangrun í tíu daga. Í yfirlýsingu frá Liverpool FC segir að hann sé með minniháttar einkenni en sé þó við góða heilsu og á batavegi.

Í yfirlýsingunni er haft eftir Jim Moxon lækni liðsins að það sé undir hverjum leikmanni komið hvort greint sé frá veikindum hans. Öllum reglum hafi verið fylgt í tilfelli Thiago og er vonast til að hann geti farið að æfa fljótlega. 

Pep Lijnders aðstoðarmaður Jürgens Klopp sagði í dag að Liverpool hefði mjög gott kerfi. Starfsmenn og leikmenn færu reglulega í covidpróf og ef einhver smitaðist verður gripið til harðra ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara smit. Það kerfi hafi virkað vel í þessu tilviki.

Thiago missir í það minnsta af næstu tveimur leikjum, gegn Arsenal í deildarbikarnum á morgun og gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni á sunnudag.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan