| Sf. Gutt

Getum unnið deildina aftur!


Englandsmeistaratitillinn er í höfn! Liverpool hefur nú unnið fjóra titla á rúmu ári. Mohamed Salah segir að hungur í fleiri titla sé til staðar hjá leikmönnum Liverpool þrátt fyrir velgengni liðsins síðasta árið! Hann telur að liðið eigi að geta unnið deildina aftur!


,,Það er frábær tilfinning að vinna Úrvalsdeildina eftir 30 ára bið. Draumurinn hefur orðið að veruleika. Nú þurfum við að mæta hungraðir í meira á næsta keppnistímabili því það verður erfiðara en þetta. Önnur lið munu leggja allt í sölurnar til hafa betur gegn okkur og vinna titla."

,,Hungur í fleiri titla getur drifið okkur áfram þannig að við getum unnið fleiri og fleiri. Vonandi tekst okkur það. Það verður aðalmarkmið okkar að berjast fyrir því að vinna fleiri titla."

,,Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að vinna Úrvalsdeildina tvisvar eða þrisvar. Þetta snýst bara um hugarfar. Ég held að ef við mætum hungraðir til leiks og berjumst eins og ljón þá eigum alla möguleika á að vinna deildina aftur."

Mohamed er tilbúinn að leggja sig allan fram til að vinna ennþá fleiri titla. Hann er ekki einn um það. Félagar hans hjá Liverpool eru sannarlega tilbúnir að halda baráttu um titla áfram!


Mohamed Salah komst í sögubækurnar þegar Liverpool varð Englandsmeistari. Hann varð þá fyrstur Egypta til að verða meistari á Englandi. Hann var með fána Egyptalands á öxlum sér þegar hann tók við verðlaunum sínum á miðvikudagskvöldið. 

,,Eins og þið vitið þá nýtur Liverpool mikilla vinsælda í Miðausturlöndum og vinsældir liðsins eru alltaf að aukast. Fólkið þarna fylgist vel með leikjum liðsins og styður það af miklum krafti! Ég er mjög stoltur af þessu og það gleður mig að fólkið styðji alltaf svona vel við bakið á mér og félaginu."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan