| Sf. Gutt

Sakna allra!


Það styttist í að Jürgen Klopp geti hitt leikmenn sína eftir langt hlé. Hann segist sakna þeirra allra þó hann hafi séð þá í gegnum skjái síðustu vikur.  

,,Ég sakna allra. Við allir söknum hvors annars og þess að vera ekki saman því okkur líkar vel að vinna saman. Við höfum mikið samband í gegnum WhatsApp hópa, í gegnum síma og Face time. Við sjáum vissulega heilmikið framan í hvora aðra en ekki eins og við myndum vilja eða erum vanir."

Leikmenn Liverpool hafa æft samkvæmt áætlunum þjálfaraliðs Liverpool. Bæði hver leikmaður í sínu horni og eins saman í gegnum samfélagsmiðla. Þetta allt mun hafa gengið vel en ekkert kemur í stað þess að hittast á æfingavellinum og eiga samneyti þar. 

Jürgen Klopp hefur dundað sér við ýmislegt síðustu vikurnar eins og aðrir. Hann segist hafa horft á nokkrar bíómyndir og þáttaraðir, lesið bækur og hlustað á tónlist. 

Svo lærði hann eitt og annað nýtt. Hann lærði til dæmis að hnýta bindishnút og eins lærði hann á uppþvottavélina heima hjá sér. Svo útbjó Jürgen eggjahræru í fyrsta sinn. Ulla, kona hans, var nokkuð ánægð með hræruna en hann sagði að hún hefði samt ekki beðið hann um að matreiða þennan ágæta rétt aftur!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan