| Sf. Gutt

Af markaskorun Mohamed Salah


Mohamed Salah lék sinn 100. deildarleik á móti Bournemouth í gær. Mohamed skoraði fyrra mark Liverpool í hinum mikilvæga 2:1 sigri og var það 70. mark hans í þessum 100 deildarleikjum. Í leikjunum 100 hefur hann lagt upp 24 mörk sem er frábær árangur.

Markaskorun Mohamed í þessum 100 leikjum slær flest út. Hann er með besta hutfall leikmanna Liverpool eftir að Úrvalsdeildin kom til skjalanna eins og sést á listanum hér að neðan.


Mohamed Salah - 70 mörk.Fernando Tores - 63 mörk. Luis Suarez - 62 mörk.Robbie Fowler - 62 mörk. Michael Owen 54 mörk.Sadio Mané - 50 mörk.

Sam Raybould

Sé litið yfir alla sögu Liverpool þá átti Sam Raybould metið en hann skoraði 67 mörk í sínum fyrstu 100 deildarleikjum. Sam skoraði 130 mörk í 226 leikjum á árunum 1899 til 1907. Hann er 10. markahæsti leikmaður í sögu Liverpool. 

Ef litið er á alla leikmenn frá því Úrvalsdeildin hófst er aðeins Alan Shearer með betri árangur en Mohamed eins og sést á listanum hér fyrir neðan. 

Alan Shearer. Blackburn Rovers - 79 mörk.
Mohamed Salah. Liverpool - 70 mörk. 
Ruud van Nistelrooy. Manchester United - 68 mörk. 
Sergio Aguero. Manchester City - 64 mörk. 
Fernando Torres. Liverpool - 63 mörk. 


Markið sem Mohamed skoraði í gær var 20. mark hans á leiktíðinni. Hann er það með búinn að skora 20 mörk eða fleiri þrjár leiktíðir í röð og hefur leikmaður Liverpool ekki afrekað það frá því Michael Owen gerði það á leiktíðunum 2000/01 - 24 mörk, 2001/02 - 28 mörk og 2002/03 - 28 mörk. Mohamed skoraði 44 mörk á leiktíðinni 2017/18 og 27 á þeirri síðustu. Svo er að sjá hversu mörg mörk hann á eftir að skora það sem eftir er af þessu keppnistímabili. 

Mohamed er líka búinn að skora meira en 20 mörk þriðju leiktíðina í röð ef taldar eru fyrstu leiktíðir leikmanns hjá félaginu. Hann er þriðji leikmaður Liverpool til að afreka þetta. Ian St John afrekaði þetta á árunum 1961 til 1964 og Kenny Dalglish endurtók leikinn frá 1977 til 1980. Hér að neðan er listi yfir markaskorun þessara leikmanna á fyrstu þremur keppnistímabilum sínum hjá Liverpool. 


Ian St John 1961 til 1964: 22 mörk - 20 mörk - 22 mörk. Kenny Dalglish 1977 til 1980: 31 mark - 25 mörk - 23 mörk. 
Mohamed Salah 2017 til 2020: 44 mörk - 27 mörk - 20 mörk hingað til á þessu keppnistímabili. 

Það verður ekki annað sagt en að markaskorun Moahmed Salah sé mögnuð sama við hvað og hverja er miðað.


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan