| Grétar Magnússon

Næsti leikur í FA bikar

Í gærkvöldi var ljóst hverjir mótherjar okkar manna verða í 4. umferð ensku bikarkeppninnar þegar Shrewsbury sigruðu Bristol City í aukaleik í 3. umferð.

Leikurinn fer fram sunnudaginn 26. janúar kl. 17:00 á heimavelli Shrewsbury, Montgomery Waters Meadow Stadium. Liðið spilar í League One og er sem stendur í 16. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 24 leiki. Sigurinn kom kannski svolítið á óvart þar sem Bristol City eru í Championship deildinni en eins og oft áður í þessari keppni skiptir litlu máli í hvaða deild liðin eru, Shrewsbury hafa greinilega verið mikið til í að fá Liverpool í heimsókn í næstu umferð.

Liðin hafa mæst einu sinni áður en það var árið 1996 einmitt í 4. umferð keppninnar eins og nú. Liverpool vann 0-4 sigur í þeim leik og fóru alla leið í úrslit keppninnar það árið. Þar tapaðist úrslitaleikur gegn Manchester United ósælla minninga.

Það verður þétt spilað á næstunni og frá 19. janúar til 1. febrúar spila okkar menn fimm leiki,. Næsti leikur er eins og allir vita, gegn Manchester United á Anfield, eftir það er svo erfiður leikur gegn Úlfunum á útivelli, þvínæst Shrewsbury og síðasti leikur mánaðarins er frestaður leikur frá því í desember, gegn West Ham United á útivelli. Þann 1. febrúar koma svo Southampton í heimsókn. Okkar menn fá svo smá hvíld í vetrarhlénu í ensku deildinni og spila ekki aftur fyrr en 15. febrúar.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan