| Sf. Gutt

Nýtt félagsmet!


Þegar Liverpool lagði Burnley að velli 0:3 féll félagsmet. Liverpool hefur aldrei í sögunni unnið fleiri deildarleiki í röð en nú er komið. 


Sigurinn á Turf Moor var 13. deildarsigur Liverpool í röð. Eftir 0:0 jafntefli við Everton á Goodison Park þann 3. mars hefur Liverpool unnið 13 leiki í röð. Sigurgangan hófst með 4:2 sigri á Burnley á Anfield Road 10. mars og stendur enn. Tekið skal fram að hér eru aðeins taldir deildarleikir en ekki leikir í Evrópukeppni og öðrum keppnum.Ef leikir í öllum keppnum eru taldir hefur Liverpool mest unnið 11 leiki í röð. Það gerðist fyrst á leiktíðinni 1988/89 undir stjórn Kenny Dalglish og aftur á keppnistímabilinu 2005/06 þegar Rafael Benítez var framkvæmdastjóri. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan