| Grétar Magnússon

Í opinni dagskrá

Leikur Southampton og Liverpool verður sýndur í opinni dagskrá Símans Sport laugardaginn 17. ágúst.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma og hefst útsendingin hálftíma fyrr. Eins og flestir vita tryggði Síminn sér réttinn af útsendingum frá úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil. Boltinn er byrjaður að rúlla og við Liverpool menn gleðjumst yfir því að geta horft á leiki liðsins í frábærum gæðum.

Liverpoolklúbburinn verður í góðu samstarfi við Simann Sport í vetur í umfjöllun þeirra um ensku úrvalsdeildina. Við hvetjum Púllara til að fylgjast vel með umfjölluninni allt tímabilið enda mun þar kenna ýmissa grasa.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan