| Sf. Gutt

Hlakkar til framtíðarinnar


Virgil van Dijk hlakkar til framtíðarinnar með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hann segir frábært að hafa orðið Evrópumeistari!

,,Ég er núna búinn að fá nokkra daga til íhuga þessa ótrúleegu leiktíð. Við hjá Liverpool afrekuðum ótrúleg hluti sem lið og ég er stoltur yfir að vera hluti af svona ótrúlegu félagi með liðsfélögum mínum. Það var draumur að verða Evrópumeistari! Nú erum við staðráðnir í að njóta enn meiri velgengni og við munum leggja allt í sölurnar til að svo megi verða. Ég er líka spenntur fyrir framtíð landsliðsins. Góð framganga okkar í því á leiktíðinni lofar góðu."

,,Takk fyrir stuðning ykkar síðustu mánuðina og ég sé ykkur eftir fríið. Þá verð ég tilbúinn í slaginn á nýjan leik!"


Það er ekki amalegt að Virgil skuli vera svona ánægður hjá Liverpool. Hann er án vafa einn besti miðvörður í heimi og algjör lykilmaður í liði Liverpool.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan