| Sf. Gutt

Njótum baráttunnar!


Virgil van Dijk segir að hann og félagar hans hjá Liverpool séu í draumastöðu núna þegar lokaspretturinn á leiktíðinni er að hefjast. Þeir séu enn í baráttu um tvo titla og nú sé að njóta baráttunnar sem framundan er. 

,,Þetta er alveg eins og mig langaði til að það yrði. Maður vonast eftir því að vera í þeirri stöðu að verjast um sigur í Úrvalsdeildinni og vera komnir þetta langt í Meistaradeildinni eins og raun ber vitni og komast í úrslit á síðustu leiktíð. Það myndi vera fullkomið að vinna einhvern titil með Liverpool og það er sannarlega möguleiki á því. Það er því ekki spurning um að gera allt sem getum til að láta svo verða. Mestu skiptir þó að njóta baráttunnar. Við verðum að leggja allt í sölurnar þannig að við þurfum ekki að sjá eftir neinu þegar upp er staðið."


,,Auðvitað er draumur minn að vinna titla með Liverpool því Liverpool verðskuldar að vinna titla. Félagið, stuðningsmennirnir, leikmennirnir sem við höfum verðskulda titla. Við erum nærri því. Við erum í baráttunni og við munum berjast þar til yfir lýkur."


Virgil er búinn að vera stórkostlegur í vörn Liverpool eftir að hann var keyptur frá Southampton í byrjun síðasta árs. Hann var keyptur fyrir metfé en nú telja allir að hann hafi verið kjarakaup!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan