| Sf. Gutt

Spáð í spilinÞað er komið að síðasta leiknum á viðburðarríku ári. Ári sem Liverpool hefur haldið áfram að taka framförum og liðið ætti sannarlega að gera verið með í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn til loka leiktíðar. Deildarkeppnin er þó rétt hálfnuð og langt í land þó staðan gæti ekki verið mikið betri núna. 

Arsenal er síðasta gestalið ársins á Anfield Road og búast má við skemmtilegum leik. Liðin eru búin að spila í London og þar skildu þau jöfn 1:1 í fjörugum leik þar sem liðin fengu fullt af færum. Arsenal hefur verið sterkt á leiktíðinni og náði langri rispu án taps. Liðið er með í baráttu um Meistaradeildarsæti og hefur heldur styrkst í framhaldi af valdaskiptum í vor. Það er líf eftir Arsene Wenger ef einhver hefði haldið annað! Framlína liðsins er skipuð fljótum og stórhættulegum leikmönnum sem þarf að varast. Liverpool spilaði stórvel á móti Newcastle United á öðrum degi jóla og vann öruggan 4:0 stórsigur. Liverpool hefur sex stiga forystu og það er ekki amalegt. Tottenham gæti þó verið aðeins þremur stigum á eftir Liverpool þegar leikurinn við Arsenal hefst. Forystan er nú ekki meiri en það!

Ég spái því að Liverpool endi árið með sigri sem tryggir toppsætið áfram! Liverpool vinnur 2:1 í jöfnum leik. Jordan Henderson og Roberto Firmino skora. Áramótagleði tekur við af jólagleði á Anfield!

Gleðilegt nýtt ár!

YNWA!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan