| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Harry Wilson lánaður
Hinn ungi og efnilegi Walesverji Harry Wilson hefur verið lánaður til Derby County og verður hann hjá þeim allt næsta tímabil. Derby leika í næst efstu deild Englands.
Wilson, sem er 21 árs gamall, skrifaði nýlega undir langtímasamning við Liverpool og mörg lið á Englandi voru á höttunum eftir honum með lánssamning fyrir næsta tímabil í huga. Nú hefur það semsagt verið ákveðið að Derby er næsti áfangastaður Wilson en Frank Lampard tók nýlega við sem stjóri félagsins og er það hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri.
Wilson var á láni hjá Hull City frá janúar og til loka tímabilsins í sömu deild og sló þar í gegn. Skoraði sjö mörk í 13 leikjum sem dugði til þess að liðið kom sér uppúr fallbaráttu.
Wilson hefur komið við sögu í einum leik með aðalliði Liverpool og skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Chester City í upphafsleik undirbúningstímabilsins fyrr í sumar.
Deildarkeppnin í næst efstu deild hefst þann 3. ágúst næstkomandi og spennandi verður að fylgjast með Wilson í vetur.

Wilson, sem er 21 árs gamall, skrifaði nýlega undir langtímasamning við Liverpool og mörg lið á Englandi voru á höttunum eftir honum með lánssamning fyrir næsta tímabil í huga. Nú hefur það semsagt verið ákveðið að Derby er næsti áfangastaður Wilson en Frank Lampard tók nýlega við sem stjóri félagsins og er það hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri.
Wilson var á láni hjá Hull City frá janúar og til loka tímabilsins í sömu deild og sló þar í gegn. Skoraði sjö mörk í 13 leikjum sem dugði til þess að liðið kom sér uppúr fallbaráttu.
Wilson hefur komið við sögu í einum leik með aðalliði Liverpool og skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Chester City í upphafsleik undirbúningstímabilsins fyrr í sumar.
Deildarkeppnin í næst efstu deild hefst þann 3. ágúst næstkomandi og spennandi verður að fylgjast með Wilson í vetur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool
Fréttageymslan