| Sf. Gutt

Gæti verið efni í fyrirliða


Phil Thompson, fyrrum fyrirliði Liverpool, telur að Virgil van Dijk geti hugsanlega orðið fyrirliði Liverpool þegar til lengri tíma er litið. Phil var sjálfur mjög góður miðvörður og hefur góða þekkingu á varnarleik. Hann segir Virgil hafa allt til að bera sem prýðir góðan varnarmann.  


,,Það er nú varla að maður þori að segja það en svei mér þá ef hann er ekki efni í framtíðar fyrirliða. Eins og hann spilar og með þessa serku nærveru á vellinum þá myndi ég telja að hann gæti orðið fyrirliði eftir 12 mánuði eða svo."

Fyrir utan að vera hugsanlegt fyrirliðaefni þá telur Phil að Virgil hafi alla þá kosti sem varnarmaður í hæsta gæðaflokki þurfi að hafa. 

,,Mér finnst hann alveg frábær þegar hann er að spila eins og hann getur best. Hann er varnarmaður í Rolls Royce gæðaflokki. Hann hefur góðan lesskilning og þar sem hann er 1.93 cm á hæð þá fer mikið fyrir honum. Að auki er hann fljótur að hlaupa."

Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool sem stendur og James Milner er til vara. Simon Mignolet og Dejan Lovren hafa líka borið fyrirliðabandið á þessari leiktíð. En hver veit nema Virgil eigi eftir að bætast í þann hóp áður en langt um líður. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan