Félagsskráningarleikur
Enn og aftur sláum við met í félagatali og styrkjum þannig toppsæti okkar sem stærsti stuðningsmannaklúbbur landsins. Alls eru 2637 skráðir í klúbbinn okkar þegar þetta er skrifað. Fyrr í haust auglýstum við að einn heppinn félagi sem myndi greiða félagagjaldið á réttum tíma gæti eignast áritaða treyju frá leikmönnum Liverpool. Því miður brást afhending frá Liverpool og höfum við því ákveðið að veita einum heppnum 100.000 kr gjafabréf hjá Vita ferðum og Liverpool klúbbnum á Íslandi upp í ferð að eigin vali til Mekka. Að auki drógum við út tvo félaga sem fá senda til sín bókina Liverpool Captains eftir Ragnhild Lund Ansnes. Frábær lesning fyrir alla sanna stuðningsmenn. Vinningshafar verða kynntir í jólablaðinu okkar sem fer í dreifingu í næstu viku ásamt jólagjöfinni til félagsmanna.
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum!