| Sf. Gutt
Þjóðverjinn Emre Can skoraði sigurmark Liverpool á móti Burnley í gær. Hann segir sigurmarkið og sigurinn vera skref í rétt átt fyrir bæði sig og liðið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er ársins og hefur mátt þola gagnrýni. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Ég veit að ég hef átt erfitt tímabil að undanförnu. Sjálfstraustið hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikurnar og ég hef ekki spilað eins vel og ég ætti að geta. En ég hafði á tilfinningunni að ég myndi ná mér aftur á strik. Mér fannst að ég væri að styrkjast og ég veit hvað ég get gert þegar sársauki er ekki að plaga mig. Ég tók stórt skref í rétta átt í dag og nú verð ég að halda áfram á sömu braut. Ég hef átt við meiðsli að stríða í kálfa en ég vildi ekki taka mér hlé og framkvæmdastjórinn var að sömu skoðun. Mig langaði að hjálpa liðinu mínu. Kannski hjálpaði þessi ákvörðun hvorki mér eða liðinu en ég er hæstánægður í dag."
Liverpool spilaði ekki vel á móti Burnley en náði að herja fram sigur. Hann segir sigurinn skref í rétta átt fyrir liðið.
,,Þetta voru virkilega dýrmæt stig því við höfum verið að tapa svona leikjum en í dag náðum við að vinna. Við vitum vel að við spilauðum ekki vel en á þessum tímapunkti er mikilvægt að ná þremur stigum og það tókst. Við erum mjög ánægðir með dagsverkið."
Kannski er Emre Can að ná sér aftur á strik en hann er búinn að vera vaxandi í þremur síðustu leikjum en hann hefur leyst Jordan Henderson af í þeim. margir voru til að gagnrýna hann framan af árinu þegar honum gekk allt í mót en nú er sjá hvort hann hefur náð að snúa við blaðinu.
TIL BAKA
Skref í rétta átt!
Þjóðverjinn Emre Can skoraði sigurmark Liverpool á móti Burnley í gær. Hann segir sigurmarkið og sigurinn vera skref í rétt átt fyrir bæði sig og liðið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er ársins og hefur mátt þola gagnrýni. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Ég veit að ég hef átt erfitt tímabil að undanförnu. Sjálfstraustið hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikurnar og ég hef ekki spilað eins vel og ég ætti að geta. En ég hafði á tilfinningunni að ég myndi ná mér aftur á strik. Mér fannst að ég væri að styrkjast og ég veit hvað ég get gert þegar sársauki er ekki að plaga mig. Ég tók stórt skref í rétta átt í dag og nú verð ég að halda áfram á sömu braut. Ég hef átt við meiðsli að stríða í kálfa en ég vildi ekki taka mér hlé og framkvæmdastjórinn var að sömu skoðun. Mig langaði að hjálpa liðinu mínu. Kannski hjálpaði þessi ákvörðun hvorki mér eða liðinu en ég er hæstánægður í dag."
Liverpool spilaði ekki vel á móti Burnley en náði að herja fram sigur. Hann segir sigurinn skref í rétta átt fyrir liðið.
,,Þetta voru virkilega dýrmæt stig því við höfum verið að tapa svona leikjum en í dag náðum við að vinna. Við vitum vel að við spilauðum ekki vel en á þessum tímapunkti er mikilvægt að ná þremur stigum og það tókst. Við erum mjög ánægðir með dagsverkið."
Kannski er Emre Can að ná sér aftur á strik en hann er búinn að vera vaxandi í þremur síðustu leikjum en hann hefur leyst Jordan Henderson af í þeim. margir voru til að gagnrýna hann framan af árinu þegar honum gekk allt í mót en nú er sjá hvort hann hefur náð að snúa við blaðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan