| Grétar Magnússon
Spánverjinn ungi Pedro Chirivella hefur verið lánaður út þetta tímabil til hollenska liðsins Go Ahead Eagles.
Chirivella, sem verður tvítugur síðar á þessu ári hefur spilað reglulega fyrir U-23 ára lið félagsins á tímabilinu en nú mun hann vonandi öðlast dýrmæta reynslu í efstu deild Hollands. Go Ahead Eagles sitja sem stendur í neðsta sæti deildarinnar og eru í harðri fallbaráttu.
Chirivella kom til Liverpool árið 2013 frá Valencia á Spáni og spilaði hann í fyrsta sinn fyrir aðallið félagsins gegn Bordeaux í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Síðan þá hefur hann tekið þátt í þremur leikjum í FA bikarnum og einum deildarleik en þá var hann í byrjunarliði gegn Swansea í 3-1 tapleik á útivelli.
TIL BAKA
Pedro Chirivella lánaður

Chirivella, sem verður tvítugur síðar á þessu ári hefur spilað reglulega fyrir U-23 ára lið félagsins á tímabilinu en nú mun hann vonandi öðlast dýrmæta reynslu í efstu deild Hollands. Go Ahead Eagles sitja sem stendur í neðsta sæti deildarinnar og eru í harðri fallbaráttu.
Chirivella kom til Liverpool árið 2013 frá Valencia á Spáni og spilaði hann í fyrsta sinn fyrir aðallið félagsins gegn Bordeaux í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Síðan þá hefur hann tekið þátt í þremur leikjum í FA bikarnum og einum deildarleik en þá var hann í byrjunarliði gegn Swansea í 3-1 tapleik á útivelli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!
Fréttageymslan