| Sf. Gutt

Philippe þarf í skoðun


Philippe Coutinho var borinn af leikvelli þegar Liverpool mætti Sunderland í gær. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru en hann fer í skoðun á morgun. 

Philippe lenti í samstuði við varnarmann Sunderland í fyrri hálfleik. Báðir virtust sparka í boltann um leið og Philippe fékk hart högg á hægri ökkla. Brasilíumaðurinn lá eftir og var svo borinn af velli. Eftir leikinn lá ekki fyrir hversu alvarleg meiðslin voru en í versta falli töldu sumir að hann hefði ökklabrotnað. Vonast er til að svo hafi ekki orðið en hversu alvarleg meiðslin eru kemur í ljós eftir skoðun á morgun. Í bili er ekki hægt að vona annað en að hann verði ekki lengi frá. 


Philippe er búinn að vera frábær það sem af er leiktíðar og verið með bestu mönnum í deildinni. Hann er búinn að skora sex mörk í 14 leikjum. Hann er aauk þess búinn að eiga þátt í nokkrum mörkum sem félagar hans hafa skorð. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan