| Sf. Gutt
Philippe Coutinho var borinn af leikvelli þegar Liverpool mætti Sunderland í gær. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru en hann fer í skoðun á morgun.
Philippe lenti í samstuði við varnarmann Sunderland í fyrri hálfleik. Báðir virtust sparka í boltann um leið og Philippe fékk hart högg á hægri ökkla. Brasilíumaðurinn lá eftir og var svo borinn af velli. Eftir leikinn lá ekki fyrir hversu alvarleg meiðslin voru en í versta falli töldu sumir að hann hefði ökklabrotnað. Vonast er til að svo hafi ekki orðið en hversu alvarleg meiðslin eru kemur í ljós eftir skoðun á morgun. Í bili er ekki hægt að vona annað en að hann verði ekki lengi frá.
Philippe er búinn að vera frábær það sem af er leiktíðar og verið með bestu mönnum í deildinni. Hann er búinn að skora sex mörk í 14 leikjum. Hann er aauk þess búinn að eiga þátt í nokkrum mörkum sem félagar hans hafa skorð.
TIL BAKA
Philippe þarf í skoðun

Philippe Coutinho var borinn af leikvelli þegar Liverpool mætti Sunderland í gær. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru en hann fer í skoðun á morgun.
Philippe lenti í samstuði við varnarmann Sunderland í fyrri hálfleik. Báðir virtust sparka í boltann um leið og Philippe fékk hart högg á hægri ökkla. Brasilíumaðurinn lá eftir og var svo borinn af velli. Eftir leikinn lá ekki fyrir hversu alvarleg meiðslin voru en í versta falli töldu sumir að hann hefði ökklabrotnað. Vonast er til að svo hafi ekki orðið en hversu alvarleg meiðslin eru kemur í ljós eftir skoðun á morgun. Í bili er ekki hægt að vona annað en að hann verði ekki lengi frá.

Philippe er búinn að vera frábær það sem af er leiktíðar og verið með bestu mönnum í deildinni. Hann er búinn að skora sex mörk í 14 leikjum. Hann er aauk þess búinn að eiga þátt í nokkrum mörkum sem félagar hans hafa skorð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan