| Sf. Gutt

Daniel meiddurDaniel Sturridge er ekki fyrr kominn til liðs við enska landsliðið að hann hefur orðið fyrir meiðslum. Óvíst er um hversu alvarleg meiðslin eru en hann er meiddur á kálfa.

Meiðslin koma á versta tíma en stutt er í að Roy Hodgson velji landsliðshóp sinn fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daniel meiðist með enska landsliðinu en upphafið af mikilli baráttu hans við meiðsli var þegar hann meiddist á landsliðsæfingu haustið 2014. Það var ekki fyrr en vel var liðið á nýliðinna leiktíð sem hann náði að hrista meiðslin af sér. 

Vonandi eru þessi meiðsli ekki alvarleg.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan