| Sf. Gutt

Betra að vinna en gera jafntefli!

Það er sannarlega betra að sigra en að gera jafntefli. Jürgen Klopp var ánægður með að ná sigri eftir jafntefli í fyrstu þremur leikjunum. 

,,Mér líður miklu betur en eftir jafnteflin. Samt fannst mér hinir leikirnir ekkert mikið verri en leikurinn í dag og það var mikill munur á úrslitunum. Við stóðum okkur vel í kvöld því við vorum bara búnir að æfa með þessu liði og þessu leikkerfi í eina klukkustund."

,,Með hverri mínútunni lékum við betur í leiknum og náðum að loka betur á svæðin. Ég er virkilega ánægður. Strákarnir stóðu sig mjög vel."

Sigurinn á Bournemouth var sá fyrsti á valdatíð Jürgen Klopp og að auki kom hann Liverpool áfram í Deildarbikarnum sem var hið besta mál!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan