| Sf. Gutt
Adam Lallana var í dag fyrsti leikmaður Liverpool til tjá sig um hvernig honum litist á nýja framkvæmdastjórann. Honum segist vera spenntur að byrja að vinna með Jürgen Klopp.
,,Ég er spenntur og reyndar mjög spenntur að byrja að vinna með nýja framkvæmdastjóranum. Ég horfði á blaðamannafundinn. Margt jákvætt kom fram þar og viðbrögð þeirra sem þar voru og annarra endurspegluðu jákvænina. Ég tel að þetta verði allt spennandi."
,,Ég á auðvitað eftir að spila einn leik með enska landsliðinu og ég er með fulla einbeitingu á þeim leik. En ég hlakka til að koma til félagsins eftir leikinn."
Brendan Rodgers keypti Adam frá Southampton í fyrra. Adam sér á vissan hátt eftir Brendan.
,,Það eru auðvitað vonbrigði að sjá á eftir Brendan og eins er svekkjandi að liðið hafi ekki byrjað leiktíðina betur. En það eru alltaf einhverjar breytingar í gangi í knattspyrnunni."
Nú er að sjá hvort Adam Lallana á upp á pallborðið hjá Jürgen. Líklega verða margir leikmenn býsna óöryggir með sig í byrjun því ekki hafa þeir leikið það vel það sem af er keppnistímabilsins. En nú byrja allir með hreint borð!
TIL BAKA
Adam fyrstur til að tjá sig!

,,Ég er spenntur og reyndar mjög spenntur að byrja að vinna með nýja framkvæmdastjóranum. Ég horfði á blaðamannafundinn. Margt jákvætt kom fram þar og viðbrögð þeirra sem þar voru og annarra endurspegluðu jákvænina. Ég tel að þetta verði allt spennandi."
,,Ég á auðvitað eftir að spila einn leik með enska landsliðinu og ég er með fulla einbeitingu á þeim leik. En ég hlakka til að koma til félagsins eftir leikinn."
Brendan Rodgers keypti Adam frá Southampton í fyrra. Adam sér á vissan hátt eftir Brendan.
,,Það eru auðvitað vonbrigði að sjá á eftir Brendan og eins er svekkjandi að liðið hafi ekki byrjað leiktíðina betur. En það eru alltaf einhverjar breytingar í gangi í knattspyrnunni."
Nú er að sjá hvort Adam Lallana á upp á pallborðið hjá Jürgen. Líklega verða margir leikmenn býsna óöryggir með sig í byrjun því ekki hafa þeir leikið það vel það sem af er keppnistímabilsins. En nú byrja allir með hreint borð!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki
Fréttageymslan