| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Hamann hælir Klopp
Didi Hamann er einn þeirra fjölmörgu fyrrum leikmanna Liverpool sem líst vel á ráðningu Jurgen Klopp. Hann segir samlanda sinn besta kostinn fyrir Liverpool.
Dietmar Hamann hefur reyndar verið orðaður við þjálfarastöðu hjá Liverpool, ef og þegar Klopp tekur við störfum. Ekkert er víst hvort eitthvað er hæft í þeim sögusögnum, en greinilegt er að Hamann líst vel á landa sinn.
,,Hann er tilvalinn í þetta starf, hann er örugglega sá sem ég myndi velja. Stemningin á Anfield er í lágmarki þessa dagana og Klopp er akkurat maðurinn til að rífa liðið upp úr öldudalnum. Ég er ekkert að halda því fram að liðið þjóti beint í toppbaráttuna en það mun þokast upp á við."
,,Ég er alveg viss um að Klopp á eftir að mynda gott samband við stuðningsmennina. Liverpool er verkamannabær og verkamannaklúbbur og það er nauðsynlegt fyrir stjórann að skilja það og ná tengingu við stuðningsmennina og stemninguna í þeirra röðum. Ég er viss um að Klopp á eftir að gera það. Hann nær vel til fólks og er afar ástríðufullur."
,,Ég er ekki einn um að segja að Klopp sé besti kosturinn í starfið. Maður finnur það á stuðningsmönnunum að þeir vilja fá hann. Ég er viss um að það verður tekið vel á móti honum og hann mun gefa fólki aftur vonina sem hefur slokknað á undanförnum mánuðum", segir Hamann að lokum.
Dietmar Hamann hefur reyndar verið orðaður við þjálfarastöðu hjá Liverpool, ef og þegar Klopp tekur við störfum. Ekkert er víst hvort eitthvað er hæft í þeim sögusögnum, en greinilegt er að Hamann líst vel á landa sinn.
,,Hann er tilvalinn í þetta starf, hann er örugglega sá sem ég myndi velja. Stemningin á Anfield er í lágmarki þessa dagana og Klopp er akkurat maðurinn til að rífa liðið upp úr öldudalnum. Ég er ekkert að halda því fram að liðið þjóti beint í toppbaráttuna en það mun þokast upp á við."
,,Ég er alveg viss um að Klopp á eftir að mynda gott samband við stuðningsmennina. Liverpool er verkamannabær og verkamannaklúbbur og það er nauðsynlegt fyrir stjórann að skilja það og ná tengingu við stuðningsmennina og stemninguna í þeirra röðum. Ég er viss um að Klopp á eftir að gera það. Hann nær vel til fólks og er afar ástríðufullur."
,,Ég er ekki einn um að segja að Klopp sé besti kosturinn í starfið. Maður finnur það á stuðningsmönnunum að þeir vilja fá hann. Ég er viss um að það verður tekið vel á móti honum og hann mun gefa fólki aftur vonina sem hefur slokknað á undanförnum mánuðum", segir Hamann að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan