| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spá fréttaritara liverpool.is
Fréttaritarar okkar hafa sett sínar eigin hugrenningar fyrir komandi tímabil á blað. Hér má lesa hvað Elvar Guðmundsson og Heimir Eyvindarson halda að gerist.
Spá Heimis:
Sæti í deild: 4. sæti
Gengi í öðrum keppnum: Sigur í Deildabikar, 8 liða í Evrópudeild og FA bikar
Maður tímabilsins: Danny Ings
Vonbrigði tímabilsins: Dejan Lovren (aftur!)
Ég hef verið harður stuðningsmaður Brendan Rodgers frá því að hann tók við liðinu sumarið 2012. Mér finnst hann ennþá mjög spennandi stjóri og ég er ánægður með að hann skyldi fá tækifæri til að halda áfram með liðið. Samt sem áður verð ég að viðurkenna að ég er aðeins farinn að missa trúna. Mér finnst satt að segja stundum að hann sé nokkrum númerum of lítill fyrir jafn stórt lið og við viljum að Liverpool sé. Leikmannakaupin bera því stundum vitni, við kaupum að mínu viti of mikið af meðalmönnum. Þótt mér lítist reyndar mun betur á kaupin nú í sumar en fyrrasumar.
Þegar litið er yfir hópinn þá er ekki hægt að segja að Liverpool eigi einn einasta heimsklassaleikmann, þótt við eigum vissulega nokkra sem geta komist í þann klassa með tíð og tíma. Liðin sem enduðu í fjórum efstu sætunum s.l. vor eiga öll slíka leikmenn. Þegar litið er á þessa bláköldu staðreynd þá er kannski óraunhæft að gera kröfu um að liðið nái Meistaradeildarsæti.
Ég er í sjálfu sér sannfærður um að liðið og félagið allt er á réttri leið. Það er jákvæð uppbygging í gangi og ef menn hafa þolinmæði til að vinna eftir langtímaplani þá held ég að þetta lið geti gert góða hluti eftir 2-3 ár. En ég er ansi hræddur um að þolinmæðin sé ekki til staðar. Brendan mun ekki fá mikinn frið fá stuðningsmönnum ef liðið fer illa af stað, svo mikið er víst. Ég hræðist það mest að liðið verði lengi í gang og Brendan verði látinn fara fyrir áramót. Hvað tekur þá við? Það er ekkert öruggt að Klopp komi og bjargi málunum.
Þrátt fyrir þessa hræðslu mína ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Það er einfaldlega í eðli okkar stuðningsmanna besta liðs í heimi að vera glaðir og sjálfsöruggir svona rétt áður en deildin fer af stað. Ég held að fyrsti leikurinn muni skipta ótrúlega miklu máli. Ef við vinnum Stoke sannfærandi þá er sjálfstraustið vonandi komið. Við getum alveg dottið í góðan gír og náð slatta af stigum í vetur. Vonandi misstígur annaðhvort Manchester liðið sig síðan illilega í vetur, þá getur 4. sætið orðið okkar.
Spá Heimis:
Sæti í deild: 4. sæti
Gengi í öðrum keppnum: Sigur í Deildabikar, 8 liða í Evrópudeild og FA bikar
Maður tímabilsins: Danny Ings
Vonbrigði tímabilsins: Dejan Lovren (aftur!)
Ég hef verið harður stuðningsmaður Brendan Rodgers frá því að hann tók við liðinu sumarið 2012. Mér finnst hann ennþá mjög spennandi stjóri og ég er ánægður með að hann skyldi fá tækifæri til að halda áfram með liðið. Samt sem áður verð ég að viðurkenna að ég er aðeins farinn að missa trúna. Mér finnst satt að segja stundum að hann sé nokkrum númerum of lítill fyrir jafn stórt lið og við viljum að Liverpool sé. Leikmannakaupin bera því stundum vitni, við kaupum að mínu viti of mikið af meðalmönnum. Þótt mér lítist reyndar mun betur á kaupin nú í sumar en fyrrasumar.
Þegar litið er yfir hópinn þá er ekki hægt að segja að Liverpool eigi einn einasta heimsklassaleikmann, þótt við eigum vissulega nokkra sem geta komist í þann klassa með tíð og tíma. Liðin sem enduðu í fjórum efstu sætunum s.l. vor eiga öll slíka leikmenn. Þegar litið er á þessa bláköldu staðreynd þá er kannski óraunhæft að gera kröfu um að liðið nái Meistaradeildarsæti.
Ég er í sjálfu sér sannfærður um að liðið og félagið allt er á réttri leið. Það er jákvæð uppbygging í gangi og ef menn hafa þolinmæði til að vinna eftir langtímaplani þá held ég að þetta lið geti gert góða hluti eftir 2-3 ár. En ég er ansi hræddur um að þolinmæðin sé ekki til staðar. Brendan mun ekki fá mikinn frið fá stuðningsmönnum ef liðið fer illa af stað, svo mikið er víst. Ég hræðist það mest að liðið verði lengi í gang og Brendan verði látinn fara fyrir áramót. Hvað tekur þá við? Það er ekkert öruggt að Klopp komi og bjargi málunum.
Þrátt fyrir þessa hræðslu mína ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Það er einfaldlega í eðli okkar stuðningsmanna besta liðs í heimi að vera glaðir og sjálfsöruggir svona rétt áður en deildin fer af stað. Ég held að fyrsti leikurinn muni skipta ótrúlega miklu máli. Ef við vinnum Stoke sannfærandi þá er sjálfstraustið vonandi komið. Við getum alveg dottið í góðan gír og náð slatta af stigum í vetur. Vonandi misstígur annaðhvort Manchester liðið sig síðan illilega í vetur, þá getur 4. sætið orðið okkar.
Spá Elvars:
Sæti í deild: 4. sæti
Deildarbikar: Sigur í úrslitaleik gegn Southampton
FA bikar: Tap í 8-liða úrslitum gegn Chelsea
Evrópudeild: Tap í 8-liða úrslitum gegn Wolfsburg
Eftir gríðarlega pirrandi tímabil kemur alltaf annað tímabil hjá okkar mönnum. Líklegast er að okkar menn lendi í 5. sæti að þessu sinni. Efstu 3 sætin virðast nokkuð ósnertanleg og jafnvel að Arsenal nái alvöru atlögu að dollunni með tilkomu meistara Cech í markið. City og Chelsea eiga alltaf að vera að berjast um titilinn með sína moldríku eigendur og United er að styrkja sig skuggalega mikið og virðast vera að átta sig á því að þannig og bara þannig vinnast titlar.
En þrátt fyrir þetta, þá spái ég Liverpool 4. sætinu en ljóst er að margt þarf að falla með okkar mönnum eigi það að ganga eftir. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa að vera stöðugri og liðið þarf helst að vera með sömu fjóra í öftustu línu í flestum leikjanna. Nýju leikmennirnir þurfa að vera fljótir að aðlaga sig og þá sérstaklega Firmino og Benteke. Gott væri ef Sturridge gæti hjálpað liðinu með 12-15 mörkum.
Leikjaprogrammið er erfitt í byrjun en ljóst er að stjórinn má ekki við jafn hægri byrjun og á síðasta tímabili, þá þarf hann að hirða pokann sinn í kringum áramótin, því miður. En með bjartsýni og þá staðreynd að fæstir búast við neinu af liðinu í ár að leiðarljósi, þá spái ég liðinu óvænt í 4. sæti.
Sæti í deild: 4. sæti
Deildarbikar: Sigur í úrslitaleik gegn Southampton
FA bikar: Tap í 8-liða úrslitum gegn Chelsea
Evrópudeild: Tap í 8-liða úrslitum gegn Wolfsburg
Eftir gríðarlega pirrandi tímabil kemur alltaf annað tímabil hjá okkar mönnum. Líklegast er að okkar menn lendi í 5. sæti að þessu sinni. Efstu 3 sætin virðast nokkuð ósnertanleg og jafnvel að Arsenal nái alvöru atlögu að dollunni með tilkomu meistara Cech í markið. City og Chelsea eiga alltaf að vera að berjast um titilinn með sína moldríku eigendur og United er að styrkja sig skuggalega mikið og virðast vera að átta sig á því að þannig og bara þannig vinnast titlar.
En þrátt fyrir þetta, þá spái ég Liverpool 4. sætinu en ljóst er að margt þarf að falla með okkar mönnum eigi það að ganga eftir. Varnarleikurinn og markvarslan þurfa að vera stöðugri og liðið þarf helst að vera með sömu fjóra í öftustu línu í flestum leikjanna. Nýju leikmennirnir þurfa að vera fljótir að aðlaga sig og þá sérstaklega Firmino og Benteke. Gott væri ef Sturridge gæti hjálpað liðinu með 12-15 mörkum.
Leikjaprogrammið er erfitt í byrjun en ljóst er að stjórinn má ekki við jafn hægri byrjun og á síðasta tímabili, þá þarf hann að hirða pokann sinn í kringum áramótin, því miður. En með bjartsýni og þá staðreynd að fæstir búast við neinu af liðinu í ár að leiðarljósi, þá spái ég liðinu óvænt í 4. sæti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan